Dýpi í Landeyjahöfn var mælt fyrir hádegi í dag og er dýpið komið undir 3 metra eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Eins og staðan er núna er ekki nægilegt dýpi til siglinga til/frá Landeyjahöfn nema þegar veður er mjög gott á flóði, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.
Þess er jafnframt getið í tilkynningunni að stefnt sé að því að Álfsnesið hefji dýpkun um leið og færi gefst til og mun skipafélagið upplýsa farþega ferjunniar um gang þessara mála um leið og frekari upplýsingar liggja fyrir. Þá segir að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst