Íbúum í Vestmannaeyjum hefur fækkað lítillega á síðustu mánuðum samkvæmt nýjustu tölum. Í dag, 23. desember 2025, eru 4.757 íbúar skráðir í Vestmannaeyjum.
Til samanburðar voru 4.762 íbúar skráðir 1. september síðastliðinn, sem þýðir að íbúum hefur fækkað um fimm á tímabilinu.
Í frétt Eyjafrétta í september kom fram að íbúafjöldinn hefði verið að mestu óbreyttur yfir sumartímann og stóð þá í kringum 4.760–4.765 manns. Nýjustu tölur staðfesta að breytingarnar hafa áfram verið mjög litlar, þrátt fyrir árstíðabundnar sveiflur.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst