Litirnir í gosfánanum hafa tvöfalda merkingu
23. janúar, 2019

Í dag eru 46 ár liðin frá upphafi Heimaeyjargossins. Af því tilefni er vert að flagga gosfána Vestmannaeyja. Á síðasta ári gaf þáverandi undirbúningsnefnd gosloka út nýjan fána sem nýta á við þau tilefni er tengjast gosinu. Fáninn sækir tákn sín og liti í arburðarrás gossins. Kristinn Pálsson hönnuður fánans sagði í samtali við Eyjafréttir að litirnir í fánanum hefðu tvöfalda merkingu.

„Nefndin er stolt að hafa gefið út fjölnota fána á 45 ára afmæli gossins í fyrra. Einnig er maður mjög þakklátur fyrir þær frábæru viðtökur sem fáninn fékk, hann breytir mjög ásýnd bæjarins þegar honum er flaggað víða,“ sagði Kristinn.

Fáninn skartar svokölluðum goslitunum fjórum; svartur, rauður, appelsínugulur og gulur. „Litirnir hafa þó tvöfalda merkingu, eins og í raun fáninn sjálfur. Til þess að venja fólk við að flagga vildum við ekki flækja fyrir fólki í fyrra. Mikið var spurt þá sem og nú hvernig fáninn skuli snúa. Við upphafi goss, eða á meðan því stendur, á fáninn að snúa með svarta flötinn upp. Þá standa gosstrókarnir þrír upp í loft og lýsa upp dimma vetrarnóttina. Við goslok ætti fáninn svo að snúa, eins og margir þekkja, með svarta flötinn niður. Þá sjást hraunhólarnir og vikurinn sem eftir sat í forgrunni en á himni er sumarroði og hækkandi sól, tákn um bjartari tíma.“

„Auðvitað er svo öllum frjálst að flagga eftir smekk þó þetta sé þumalputtareglan og saga fánans. Eina sem skiptir máli er að taka þátt og hjálpast að við að halda sögu gossins á lofti,“ sagði Kristinn að endingu.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst