Eins og fram hefur komið á Eyjafréttum, er gert ráð fyrir 660 milljón króna framlagi úr ríkissjóði í Landeyjahöfn. Þar af er 250 milljónum ætlað til að finna viðunandi lausn á vandamálum hafnarinnar, hvort sem það verði með framkvæmdum í höfninni, eða með leigu á notaðri ferju. Friðfinnur Skaftason, verkfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu segir í Morgunblaðinu í dag litlar líkur á að notuð ferja verði leigð.