Litlu jólin á Háaloftinu – jólastemning fyrir alla fjölskylduna
Litlu jólin á Háaloftinu. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar P. Friðriksson

Á Háaloftinu í dag ríkti sannkölluð jólagleði þegar jólasýningin „Jólasveinar ganga um gólf“ var sett á svið. Börn fylltu salinn, margir í jólaklæðum og tóku fagnandi á móti sveinunum sem gengu um gólf, sungu með krökkunum og skemmtu með ljúfum jólabröndurum og stuttum sögum.

Sýningin er skemmtilegur hluti af aðventunni í Vestmannaeyjum, þar sem yngstu gestirnir fá að upplifa jólaandan á skemmtilegan og lifandi hátt. Foreldrar og fjölskyldur nutu þess ekki síður – og margir tóku undir í söngnum þegar klassísk jólalög fylltu Háaloftið.

Næstu sýningar fara fram 20. og 21. desember, allar kl. 14:00 (húsið opnar 13:30). Miðaverð er 2.500 krónur og sala fer fram á tix.is. Hér fyrir neðan má sjá myndasyrpu og myndbönd frá sýningunni í dag – sem sýna vel þá notalegu jólastemningu sem ríkti á Háaloftinu.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.