Áætlað er að leggja svokallað ljósnet í Vestmannaeyjum á árinu en Síminn áætlar að leggja ljósnet á 53 stöðum á landinu. Ljósnet er í raun ljósleiðaratenging í símstöð eða götuskápa víðs vegar um bæinn en tenging þaðan verður með hefðbundnum koparvírum inn á heimili. Þessi tenging þýðir hins vegar mun meiri flutningsgetu, m.a. á internettengingu sem aftur býður upp á fulla sjónvarpsþjónustu Símans. Þetta kemur fram á heimasíðu Símans.