Lögfræðingur nokkur frá Reykjavík ákvað að skreppa á rjúpu. Hann fór upp í Borgarfjörð og fann góðan stað nokkuð fyrir frá sveitabæ. Hann var búinn að veiða nokkrar rjúpur og var að endað við að skjóta eina í viðbót og er að sækja hana er bóndi kemur að honum. Þeir heilsast og tala saman en eftir það segist bóndinn nú eiga þessa rjúpu. Það samþykkir lögfræðingurinn ekki og segist þekkja sinn rétt og hann hafi skotið hana og því eigi hann rjúpuna. Þá spyr bóndinn hvort að þeir eigi bara ekki að útkljá þetta með þriggja sparka reglunni, sem að er algengt hér í Borgarfirðinum.