Löggæslumyndavélar í miðbæinn fyrir Þjóðhátíð
Mynd: Facebook/Lögreglan í Vestmannaeyjum

Að morgni 11. júlí sl. var lögreglu tilkynnt um umferðaróhapp á gatnamótum Strandvegar og Hlíðarvegar en þarna hafði bifreið sem ekið var norður Hlíðarveg verið ekið á bifreið sem ekið var vestur Strandveg með fyrirhugaða akstursstefnu suður Hlíðarveg. Ökumaðurinn sem olli óhappinu er grunaður um að hafa verið undir áhrifum lyfja við aksturinn. Engin slys urðu á fólki og lítið tjón varð á bifreiðunum.

Alls liggja fyrir fimm kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna og má þar m.a. nefna of hraðan akstur og ólöglega lagningu ökutækja.

Undirbúningur fyrir Þjóðhátíð Vestmannaeyja er í fullum gangi og hefur verið fundað með fjölmörgum aðilum sem að hátíðinni koma og skipulagi í kringum hana. Undirbúningur gengur vel en útlit er fyrir að þjóðhátíðin í ár verði svipuð að stærð og sú sem haldin var í fyrra. Viðbragð verður sambærilegt og fyrri ár.

Unnið er að því að tengja löggæslumyndavélar í miðbæ Vestmannaeyja og á Básaskersbryggju þannig að allur búnaður og tengingar verði klárar og notkun hafin fyrir hátíðina.

Vinnulag lögreglu við miðlun upplýsinga verður eins og síðustu 3 ár þar sem allar upplýsingar um verkefni lögreglu verða veittar um leið og búið er að tryggja rannsóknarhagsmuni og velferð mögulegra brotaþola.

Nýjustu fréttir

Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.