Lokahóf fótboltans - verðlaunahafar og myndir
Verðlaunahafar meistaraflokka ÍBV. Ljósmynd/Óskar Pétur

Lokahóf meistaraflokka ÍBV í fótbolta var haldið í gærkvöld. Þar var mikið um dýrðir og einstaklega góð stemning. Óskar Jósúa fór með veislustjórn og matur kvöldsins var í höndum Einsa Kalda. Það má með sanni segja að lokahóf knattspyrnudeildar hafi verið einstaklega skemmtilegt enda miklu að fagna.

Veitt voru verðlaun fyrir árangur sumarsins en það voru þau Alex Freyr Hilmarsson og Olga Sevcova sem voru valin bestu leikmenn meistaraflokkana. Kristín Klara Óskarsdóttir og Þorlákur Breki Baxter fengu fréttabikarana, sem efnilegustu leikmenn ÍBV. Guðný Geirsdóttir og Felix Örn Friðriksson voru einnig heiðruð, Guðný fyrir 100 leiki fyrir ÍBV og Felix Örn fyrir 200 leiki. Þá lagði Jón Ingason skóna á hilluna og var honum þakkað fyrir sitt framlag til félagsins.

Hér að neðan má sjá verðlaunahafa og myndir frá kvöldinu.

 

Meistaraflokkur kvenna:

Besti leikmaðurinn: Olga Sevcova

ÍBV-ari: Allison Grace Lowrey

Markahæsti leikmaðurinn: Allison Grace Lowrey

Fréttabikarinn/efnilegasti leikmaðurinn: Kristín Klara Óskarsdóttir

Jón Óli, Kristín Klara og Allison Lowrey. Ljósmynd/Óskar Pétur

 

Meistaraflokkur karla:

Besti leikmaðurinn: Alex Freyr Hilmarsson

ÍBV-ari: Jörgen Petterson

Markahæsti leikmaðurinn: Hermann Þór Ragnarsson

Fréttabikarinn/efnilegasti leikmaðurinn: Þorlákur Breki Baxter

Jörgen Petterson, Þorlákur Breki, Hermann Þór og Alex Freyr. Ljósmynd/Óskar Pétur

 

2. flokkur kvenna

Besti leikmaðurinn: Embla Harðardóttir

ÍBV-ari: Erna Sólveig Davíðsdóttir

Mestu framfarir: Madgalena Jónasdóttir

Embla og Magdalena. Ljósmynd/Óskar Pétur

 

2. flokkur karla

Besti leikmaðurinn: Alexander Örn Friðriksson

ÍBV-ari: Gabríel Þór Harðarson

Mestu framfarir: Sigurður Valur Sigursveinsson

Sigurður Valur og Alexander Örn. Ljósmynd/Óskar Pétur

 

Felix Örn, Guðný og Jón Ingason. Ljósmynd/Óskar Pétur

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.