Sædýrasafnið Sea Life Trust hefur undanfarin ár verið með nokkra lifandi lunda á safninu auk þess sem að safnið stendur að björgunarstarfi á lundum og lundapysjum.
Samkvæmt heimildum Eyjar.net stendur til að flytja nokkra þeirra úr landi. Skömmu eftir að Eyjar.net sendi Þóru Gísladóttur, rekstrarstjóra Sea Life Trust fyrirspurn vegna málsins birtist á facebook-síðu safnsins tilkynning þess efnis. Þar er það staðfest að til standi að flytja lundana út.
Fram kemur í færslunni að á þessu síðasta lundatímabili hafi starfsfólk Sea Life bjargað meira en 60 fuglum, þar af þurftu 4 af þessum sjúku fuglum varanlegt heimili vegna langvarandi sjúkdóma. „Til að geta haldið áfram þessu mikilvæga björgunarstarfi sendum við nokkra af ósleppanlegum lundum til Cornish Seal Sanctuary.“ En það eru góðgerðarsamtök (einnig undir Sea Life Trust) sem aðalega eru í að bjarga selum við Bretland.
„Við erum mjög spennt að sjá lundana halda áfram með breska teyminu! Vissir þú að einn af algengustu áverkunum meðal lunda okkar er blinda vegna augnmissis/meiðsla? Þessi mynd er af Ölmu sem tekur sér blund, með óhreyfanlegt auga hennar snýr að myndavélinni.“ segir m.a. í færslunni sem sjá má hér að neðan.
Eins og áður segir hefur Eyjar.net sent Þóru Gísladóttur, rekstrarstjóra safnsins spurningar vegna flutninga fuglana og verður fróðlegt að fræðast nánar um þá.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst