Lundaveiðitímabilið lengist
30. júní, 2022
Lundi
Lundasumarið var alveg frábært og lundinn mætti í milljóna tali, segir í grein Georgs.

Á vef Rúv.is í dag kemur fram að lundaveiðitímabil í Vestmannaeyjum verði lengt um viku og verður því í ár tvær vikur í stað einnar áður.

Þetta segir Erpur Snær Hansen í viðtali við Rúv.is og segir að stofninn hafi verið að braggast og því hafi verið lagt til að tímabilið yrði lengt og hvatt til hóflegra veiða. Eðli lundastofnsins sé að vera sveiflukenndur, stofninn eigi sér enga fasta stærð í sögunni.

„Við höfum séð það síðustu 140 ár að það er engin föst stofnstærð. Hún fer upp og niður eftir sjávarhita. Það er alltaf erfitt að mæla með meiri veiðum þegar stofninn er í lægð, en það sem ég lagði til var að menn stunduðu hóflegar veiðar. Að menn væru ekki í atvinnuveiðum, væru ekki að veiða mjög mikið til að selja,“ segir Erpur Snær Hansen.

Lundaveiðitímabiliði er frá 1.- 15. ágúst. Nánar á Ruv.is

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.