Þrír leikir fara fram í Olís deild karla í kvöld. Í fyrsta leik kvöldsins tekur Afturelding á móti ÍBV í Íþróttamiðstöðinni að Varmá. Afturelding hefur farið vel af stað og eru í öðru sæti deildarinnar með 9 stig úr 6 leikjum. ÍBV er í sjötta sæti með 7 stig úr jafn mörgum leikjum.
Flautað verður til leiks klukkan 18.30 í Mosfellsbæ. Þess má geta að leikurinn er sýndur í Sjónvarpi Símans.
Leikir kvöldsins:
| fim. 17. okt. 24 | 18:30 | 7 | Íþróttam. Varmá | SÞR/SÓP/HLE | Afturelding – ÍBV | – | ||
| fim. 17. okt. 24 | 19:00 | 7 | KA heimilið | MJÓ/ÓÖJ/JJÓ | KA – HK | – | ||
| fim. 17. okt. 24 | 19:30 | 7 | Skógarsel | ÁRM/ÞHA/GEG | ÍR – Fram | – |




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst