16 liða úrslit bikarkeppni karla hefjast í dag með fjórum viðureignum. Í Hafnarfirði taka Haukar á móti ÍBV. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni og má því búast við baráttuleik að Ásvöllum í dag. Flautað verður til leiks klukkan 16.00, en þess má geta að leikurinn er sýndur beint á RÚV.
Leikir dagsins:
| Dagur | Tími | Leikur | |
|---|---|---|---|
| 17. nóv. 24 | 16:00 | Haukar – ÍBV | |
| 17. nóv. 24 | 16:00 | Þór – ÍR | |
| 17. nóv. 24 | 17:00 | Stjarnan – Fjölnir | |
| 17. nóv. 24 | 18:30 | Hörður – KA |