Magnús Bragason hefur um árabil verið virkur í samfélaginu hér í Eyjum og lagt sitt af mörkum á hinum ýmsum sviðum. Hann er á meðal skipuleggjenda Vestmannaeyjahlaupsins og The Puffin Run, auk þess að standa að Lundaballinu. Við fengum að heyra aðeins í Magnúsi og varpa nokkrum spurningum til hans.
Fjölskylda: Við Adda eigum þrjá syni, þrjú barnabörn og eitt á leiðinni.
Mottó: Gera mitt besta og njóta dagsins í dag. Gærdagurinn er liðinn og honum verður ekki breytt. Morgundagurinn er ófyrirsjáanlegur. Dagurinn í dag er gjöf. Njóttu hans!
Síðasta hámhorfið: Toxic town á Netflix. Hlakka til að sjá Stranger Things 5 sem kemur út á afmælisdeginum mínum 26. nóvember.
Uppáhalds hlaðvarp? Langa með Snorra Björns.
Aðaláhugamál: Golf, hlaup og ferðalög.
Eitthvað sem þú gerir á hverjum degi sem þú gætir ekki verið án: Knúsa einhvern.
Hvað óttast þú mest: Lokast inni.
Hvað er velgengni fyrir þér: Að ná markmiðum sínum.
Hvenær kviknaði áhugi þinn á hlaupum og hvað er það besta við hlaupin? Adda tók þátt í hálfu maraþoni 2005 og ég ákvað að taka 10 km án mikils undirbúnings. Kom örmagna í mark en heillaðist að stemningunni. Byrjaði þá að æfa reglulega og tók þátt í hálfu og síðan heilu maraþoni. Það bætir heilsuna að hlaupa, bæði líkamlega og andlega. Að taka þátt í hlaupaviðburðum bæði hér og erlendis er mjög skemmtilegt.
Hvað mundirðu segja að væri helsta áskorunin við skipulagningu hlaupa eins og Vestmannaeyjahlaupið? Að fá hlaupara til að taka þátt. Einnig að fá fólk til að starfa, þar erum við í Eyjum rík.
Hvað er það skemmtilegasta við Lundaballið og hvað gerir það svo sérstakt? Góður matur úr okkar náttúru. Söngur, grín og dans. Allir velkomnir!
Eitthvað að lokum? Við erum heppin að búa hér í Eyjum. Verum góð við hvert annað. Miðasala á Lundaballið er hafin og skráning í The Puffin Run hefst 26. nóvember!




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.