Mak­ríl­kvóti ís­lenskra skipa verður 140 þúsund tonn í ár
29. júní, 2019
Fyrst­ir af stað. Áhöfn­in á Hug­in VE 55 sigldi af stað til mak­ríl­veiða síðdeg­is í gær, um leið og kvót­inn lá fyr­ir. Ljós­mynd/Ó​skar P. Friðriks­son

Íslend­ing­ar taka sér stærri hlut af mak­rílafl­an­um í Norður-Atlants­hafi en þeir hafa áður gert. Mak­ríl­kvóti ís­lenskra skipa verður 140 þúsund tonn í ár, sam­kvæmt reglu­gerð sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Er það rúm­lega 32 þúsund lest­um meira en fyrri viðmiðun­ar­regl­ur hefðu gefið, segir í frétt hjá mbl.is

Íslend­ing­um hef­ur ekki verið hleypt að samn­inga­borði strand­ríkja­hóps mak­ríls þrátt fyr­ir marg­ar til­raun­ir. Þess vegna hafa stjórn­völd tekið sér ein­hliða kvóta eft­ir að mak­ríll fór að veiðast á Íslands­miðum. Miðað hef­ur verið við 16,5% af kvóta strand­ríkj­anna sem hefði gefið 108 þúsund tonn í ár. Nú er miðað við sama hlut­fall en af áætlaðri heild­ar­veiði allra ríkja. Bú­ast má við að heild­arafl­inn fari um 80 þúsund tonn yfir ráðgjöf vís­inda­manna. „Ég sé ekki ástæðu til þess að við verðum eitt ríkja að vera í þeirri stöðu að taka ábyrgð á þess­um sam­eig­in­lega deili­stofni okk­ar,“ seg­ir Kristján Þór Júlí­us­son, sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Afla­marki var út­hlutað í gær og fyrstu skip­in héldu til veiða síðdeg­is.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.