Makríldómur fer fyrir Hæstarétt
VSV
Vinnsla á makríl.

Hæstiréttur hefur samþykkt beiðni Vinnslustöðvarinnar hf. um leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar frá 7. nóvember sl. um skaðabætur vegna svokallaðs makrílmáls. Ríkið óskaði jafnframt eftir leyfi til að áfrýja dómi í sambærilegu máli Hugins og samþykkti Hæstiréttur einnig þá beiðni. Þetta kemur fram í tilkynningu á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar.

Þar segir jafnframt að forsaga málsins sé sú að með dómum Hæstaréttar 6. desember 2018 hafi verið viðurkennd skaðabótaskylda ríkisins gagnvart Vinnslustöðinni annars vegar og Hugins hins vegar.  Dómar hafa gengið í héraði og í Landsrétti um fjárhæð skaðabóta.  Landsréttur staðfesti dóm Hugins í héraði en lækkaði bætur Vinnslustöðvarinnar.

Fram kemur í ákvörðuninni  að Hæstiréttur telji að dómur í málinu geti haft fordæmisgildi um sönnunarfærslu og ákvörðun fjártjóns og var beiðnin því samþykkt, segir að endingu í tilkynningunni.

Vinnslu­stöðinni voru dæmd­ar um 515 millj­ón­ir kr. í bæt­ur auk vaxta og drátt­ar­vaxta í héraðsdómi en Lands­rétt­ur lækkaði bæt­urn­ar niður í 269,5 millj­ón­ir. Í dómi Landsréttar er kveðið á um að kröfur vegna áranna 2011 og 2012 væru fyrndar. Af þeim sökum voru bætur til Vinnslustöðvarinnar lækkaðar og verða 269,5 milljónir króna í stað 515,2 millljóna. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hugins er hins vegar staðfestur af Landsrétti og nema bætur til þess fyrirtækis 467 milljónum.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.