Eftir eina klukkustund verða makrílveiðar bannaðar í íslenskri lögsögu samkvæmt ákvörðun Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Þá verða veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum aðeins leyfilegar norðan 66°N og þar má makrílafli ekki fara yfir 10% af heildarafla á hverju þriggja vikna tímabili. Þessi reglugerðarbreyting tekur gildi á miðnætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu en lesa má tilkynninguna í heild hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst