Már hefur farið 4000 ferðir á Heimaklett

Þau er þó nokkur hér í bæ sem gera sér reglega ferð upp á Heimaklett. Það viðraði vel til slíkra ferða í dag og brá Már Jónsson kennari undir sig betri fætinum og skellti sér á klettinn eins og menn segja. Það sem gerði ferð Más á þessum fallega laugardegi sérstaka var sú merkilega staðreynd að þetta var ferð númer 4000 hjá kappanum. Pétur Steingrímsson var í för með Má og greindi frá þessu á facebook síðu sinni en hann tók einnig meðfylgjandi mynd.

Ef við miðum við það að Heimaklettur sé 283 metrar á hæð þá hefur kappinn klifrað samtals 1.132.000 metra eða sem nemur um 128 ferðum á Mount Everest. Hún hefur sjaldan átt betur við athugasemdin sem erlendur ferðamaður ritaði í gestabókina á Heimakletti fyrir nokkrum árum. “I would really like to meet this crazy guy named Már Jónsson and ask him why he climbs this mountain so much.”

Nýjustu fréttir

Tíðarandi liðinna ára í myndum í Sagnheimum
Handbolti, loðnukvóti og prófkjör
Áskorun til Vestmannaeyinga 
Skipar sjö manna fagráð
Skráning stendur yfir í Lífshlaupið
Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.