Markmiðið er skýrt – Fjórir þingmenn D inn í Suðurkjördæmi
eftir Gísla Stefánsson
27. október, 2024
Gísli Stefánsson

Ég er afar þakklátur fyrir það traust sem mér var sýnt af félögum mínum í kjördæmisráði þegar ég var kosinn í 4. sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar.

Verkefnið er skýrt. Sjálfstæðisflokkurinn ætlar sér að ná fjórum þingmönnum inn í Suðurkjördæmi fyrir komandi kosningar. Ljóst er að stuðningur eyjamanna við framboðið er gríðarlega mikilvægur en sjaldan hefur verið mikilvægara að ná Eyjamanni á þing.

Nú þarf að ýta málum áfram

Skýrslan um fýsileika gangna til Vestmannaeyja virðist hafa týnst ofan í skúffu í öllu argaþrasi stjórnmálanna undanfarið. Krafan um að opinbera niðurstöður hennar er hér með komin í loftið og vinnan við það hefst strax.

Byrja þarf strax að finna leiðir til að víkka þann flöskuháls sem er á álagstímum í Landeyjahöfn. Vegagerðin þarf að eignast varaskip sem nýtist öllum ferjuleiðum á landinu jafnt á álagstímum sem og þegar skip fara til viðhalds. Við biðum einnig alltof lengi eftir endurnýjun á ferju til siglinga til eyja svo það er ekki seinna vænna en núna að hefja það samtal.

Verð á heitu vatni í Eyjum er í engum takti við þau lífsgæði sem finnast annars staðar á landinu. Þjónusta fjarvarmaveitna mun alltaf vera, eðli málsins samkvæmt, dýrari en þegar hægt er að dæla heitu vatni beint upp úr jörðinni. Plástrar Orkustofnunar í formi niðurgreiðslna eru hins vegar ekki nægilegir heldur þarf ríkissjóður að mæta kostnaði við fjárfestingu nýrra strengja þannig að flutningur orku til veitunnar verið á rekstarhæfu verði.

Sjúkraþyrluverkefnið var fjármagnað fyrir heimsfaraldur en hefur hins vegar verið á ís síðan. Nú þarf að ræsa vélarnar og þannig auka ekki aðeins öryggi okkar sem búum í eyjum heldur allra á suðurlandi. Viðbragðstími á Hornafirði er ekki boðlegt og vegir í uppsveitum víða ómalbikaðir og í litlu viðhaldi. Ferðamannastraumurinn í kjördæminu er gríðarlegur og það eitt og sér kallar á að þetta mál fari aftur í gang.

Verum í virku samtali

Ég hvet ykkur til þess að vera í virku sambandi við mig. Ég mun verða mikið á ferðinni næstu daga um kjördæmið en verð alltaf tilbúinn að taka símann. Kosningastjórn flokksins hefur þegar hafið störf og framundan er fjöldi viðburða um allt kjördæmið og verða Vestmannaeyjar ekki undanskildar því. Ég hlakka því til að sjá ykkur og eiga samtalið.

 

Gísli Stefánsson

 

Höfundur skipar fjórða sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst