Síðasta föstudagskvöld stóð ég með garðslönguna í hendinni og smúlaði tröppurnar og pallinn. Þetta var nú meira djobbið og kannski ekki í síðasta skiptið sem ég þyrfti að gera þetta. Enda kom í ljós þegar ég fór í vinnu morguninn eftir að það hafði fennt ösku yfir myndarskapinn frá kvöldinu áður.
Á leið til vinnu fékk ég mér rúnt um bæinn og á bryggjurnar. Þar sem ég keyrði í gegn um öskugráan og skítugan bæinn varð mér hugsað aftur til ársins 1973, gosið og sú hörmung sem því fylgdi, aska yfir öllu og hraun búið að eyðileggja þriðjung húsa heimamanna og annað eins mikið skemmt.