Meistararnir mæta ÍA á Hásteinsvelli
Eyja 3L2A8517
Frá síðasta heimaleik ÍBV. Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson

Næstsíðasta umferð Lengjudeildar kvenna hefst í kvöld með fjórum viðureignum. Í Eyjum tekur ÍBV á móti ÍA. Eyjaliðið nú þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn með glæsibrag og þar með sæti í Bestudeildinni að ári. Þær hafa sigrað 14 af 16 leikjum mótsins og einungis tapað einum leik, en það var í 1. umferð. Liðið er með markatöluna 65:13 eða 52 mörk í plús. Það er magnaður árangur.

Fyrri leikurinn við ÍA endaði 1-0 fyrir ÍBV. Í tilkynningu á facebook-síðu knattspyrnudeildar ÍBV segir að bikarinn fari á loft í dag. „ÍBV fagnar deildarmeistaratitlinum þegar þær fá ÍA í heimsókn og hvetjum við alla til að mæta og taka þátt í gleðinni með þeim. Sjáumst í hvítu á Hásteinsvelli.”

Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 18.00.

Leikir kvöldsins:

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.