Menningarnótt - Tvær sýningar í Hafnartorgi Gallery

Á morgun, föstudaginn 18. ágúst kl. 16.00 verða opnaðar tvær glæsilegar ljósmyndasýningar, Til hafnar og Við gosið, í Hafnartorgi Gallery, við Reykjavíkurhöfn en báðar eru þær  tileinkaðar Heimaeyjargosinu. Báðar á  vegum Vestmannaeyjarbæjar á Menningarnótt. Sýningin Til hafnar dregur upp sjóndeildarhringinn sem við þekkjum svo vel með ljósmyndum af bátunum sem sigldu til Þorlákshafnar nóttina örlagaríku. Hvorki fyrr né síðar hafa Vestmannaeyingar verið fluttir yfir hafið líkt og gerðist á þessari nóttu þann 23. janúar 1973.

Enginn sá það fyrir og engin rýmingaráætlun var til staðar. Allt að 80 skip og áhafnir sigldu með tæplega fimm þúsund íbúa til hafnar undir drunum og birtu frá eldgosinu í Heimaey. Hugmynd um að nota myndir af bátum kom upp fyrir nokkrum árum í samtali sýningarstjóranna, Joe Keys og Völu Pálsdóttur. Bæði ólust þau upp við að sjá báta bundna við bryggju eða sigla við sjóndeildarhringinn  og hafa hrifist af fagurfræði þeirra og veltu upp hugmynd um að nota þá í sýningu. Hugmyndin hefur nú fundið sinn stað, í gegnum hinn margbrotna atburð, eldgosið á Heimaey.

„Okkur Völu hefur langað að vinna saman í nokkur ár og þegar Vala nefndi þá hugmynd um siglinguna um gosnóttina, vissi ég hún væri sú rétta,“ segir Joe Keys, sem starfar einnig sem myndlistarmaður. Joe segir að hann hafi haft nokkra vitneskju um gosið og langtímaáhrif þess, m.a. á íbúana sem komu upp á land. „Hins vegar varðandi rýminguna sjálfa, hafði ég ekki áttað mig á umfanginu og orkunni sem það hlýtur að hafa tekið. Að heimsækja Eyjar í sumar var mikilvægt til að setja setja söguna í samhengi við atburðinn,“ sagði Joe að lokum.

 Joe Keys er sýningarstjóri ásamt Völu Pálsdóttur.

Ein af ljósmyndunum á sýningunni.

Nýjustu fréttir

Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.