Merkúr gefur út sitt fyrsta lag "Welcome to hell"
Hljómsveitin Merkúr.

Hin unga vestmannaeyska þungarokkshljómsveit Merkúr sem kom, sá og sigraði á góðgerðartónleikum Samferða nú í október, fagnar eins árs amæli í dag og sendir af því tilefni frá sér sitt fyrsta lag, Welcome to hell. Lagið er af væntanlegri plötu Apocalypse Rising.

Hljómsveitin Merkúr. Arnar Júlíusson gítarleikari og söngvari og Mikael Magnússon trommari.

„15. nóvember í fyrra var ákveðið að við strákarnir myndum hittast og spila saman nokkur lög. Við byrjuðum á því að spila heima hjá okkur og því var erfitt að hittast reglulega útaf fjölskyldum okkar. Síðan fengum við að æfa okkur á háaloftinu í gamla Geisla og þá byrjuðum við að taka þessu alvarlega. Vil nota tækifærið og þakka Tóta í Geisla kærlega fyrir stuðninginn,” sagði Arnar Júlíusson, gítarleikari og söngvari Merkúr í spjalli í nýjasta blaði Eyjafréttir.  „Við erum oftast með tvær æfingar á viku sem hefur virkað mjög vel fyrir okkur, en uppá síðkastið höfum við verið að hittast meira vegna tónleika og upptöku á plötu.”

Ásamt Arnari skipa hljómsveitina Mikael Magnússon á trommur, Trausti Mar Sigurðsson á gítar og Jökull Elí Þorvaldsson á bassa. „Ég, Mikael og Trausti skiptum þessu frekar jafnt á okkur og við erum ekki hræddir að koma með hugmyndir. Oftast er það þannig að annaðhvort ég eða Trausti komum með eitthvað „riff” sem við byggjum lagið í kringum, Mikael sér um trommur og texta og ég sé um sóló gítarinn,” sagði Arnar aðspurður um tilurð laganna.

Hljómsveitin Merkúr. Jökull Elí Þorvaldsson bassaleikari.

Á plötunni „Apocalypse Rising“ sem við erum að gera núna erum við með „concept” eða þema sem við fylgjum. Sagan segir frá einhverjum eða einhverju sem rís úr undirheimunum til þess að hefna sín á mannkyninu og eyða heiminum, alvöru þungarokk sko. Þessi saga er sögð frá mismunandi sjónarhornum frá upprisu til heimsendir.”

En hvaðan kemur nafnið? „Merkúr er ekki fyrsta nafnið og hafa þau verið nokkur. Við vildum hafa eitthvað íslenskt nafn sem væri samt auðþekkjanlegt á ensku. Ef ég man rétt þá var það Trausti gítarleikari sem kom með nafnið.”

Hljómsveitin hefur verið starfandi í eitt ár í dag 15. nóvember og senda strákarnir því frá sér sitt fyrsta lag. Upphaflega var áætlað að platan kæmi út þennan dag en það hafðist ekki þar sem taka þurfti upp nokkra hluti aftu. Arnar sagðist reikna með að hún kæmi út í næstu viku.

 

Trausti Mar Sigurðarson, hljómsveitin Merkúr.

Til að minnka kostnað við útgáfuna ákvað Arnar einfaldlega að læra upptökur upp á eigin spítur. „Við erum alveg heimagerð hljómsveit og tók ég allt upp, mixaði og masteraði allt saman. Við erum námsmenn og höfum ekki efni á flottu stúdíói, því ákvað ég bara að læra þetta sjálfur og gera það. Það tók sinn tíma að læra á allt þetta allt saman en ég er ungur og áhugasamur.”

Hvenær á fólk von á að heyra í ykkur næst? „Ætli það verði ekki bara hent í útgáfutónleika í desember eða eitthvað svoleiðis. Við erum auðvitað nýbyrjaðir og enn að læra hvernig þetta virkar alltsaman. En það er klárt mál að við spilum aftur á næstunni, bara fylgjast með okkur á samskiptamiðlunum.”

Strákarnir hafa einnig alla tíð stefnt á þátttöku í Músíktilraunum og verður spennandi að fylgjast með hvernig þeim vegnar þar. „Svo er bara að fylgjast með nýju plötunni okkar í nóvember og auðvitað tjékka á okkur á facebook. Takk fyrir okkur,” sagði Arnar að lokum.

Hljómsveitin Merkúr.

Nýjustu fréttir

Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
ÍBV með mikilvægan sigur á ÍR
Kveikjum neistann: Jákvæðar vísbendingar
Hvattning til Eyjamanna
Heilsuefling starfsfólks fær aukið vægi

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.