Þrettándagleði ÍBV fór fram í blíðskaparveðri í Vestmannaeyjum í gærkvöldi og var aðsókn með allra besta móti. Kunnugir segja að um metmætingu hafi verið að ræða, enda fylltist svæðið af fólki á öllum aldri sem kom saman til að fagna þrettándanum.
Gangan hófst við Hánna og var gengið að malarvellinum við Löngulág þar sem hátíðarhöldin héldu áfram. Stemningin var einstaklega góð og nutu gestir þess að veðrið lék við Eyjamenn, sem gerði kvöldið enn eftirminnilegra.
Börn jafnt sem fullorðnir tóku virkan þátt í gleðinni og mátti sjá fjölskyldur, vinahópa og bæjarbúa njóta samverunnar. Þrettándagleðin er löngum einn af hápunktum vetrarins í Eyjum og virtist hátíðin í ár engan veginn bregðast væntingum.
Eyjafréttir voru á staðnum og birtir hér fjölda mynda sem fanga stemninguna og gleðina sem ríkti á svæðinu í gærkvöldi.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst