Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir á morgun, fimmtudag, söngleikinn Grease í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Kvikmyndina Grease, eða Koppafeiti eins og hún hét á okkar ylhýra móðurmáli, þekkja allir enda ein allra vinsælasta söngvamynd kvikmyndasögunnar. Veturliði Guðnason samdi íslenska texta laganna en í aðalhlutverki eru þau Ævar Örn Kristinsson, sem leikur Danny Zuko, Emma Bjarnadóttir, sem leikur Sandy Olsen og Sunna Guðlaugsdóttir leikur Rizzo.