Microsoft mjög hrifnir af því sem við erum að gera
Í lok október síðasta árs sögðu Eyjafréttir frá fyrirtækinu Medilync sem Eyjapeyjarnir Sigurjón Lýðsson og Jóhann Sigurður �?órarinsson ásamt Skagfirðingnum Guðmundi Jóni Halldórssyni stofnuðu og tækinu sem þeir eru að þróa og hanna, Insulync. �?á greindu þeir félagar frá því að Microsoft bauð þeim til sín til að vinna að tækinu og hugbúnaðinum sem því fylgir. Í síðustu viku héldu þeir kumpánar út í höfuðstöðvar tölvurisans að vinna að verkefninu. Við heyrðum í Sigurjóni Lýðssyni og tókum stöðuna.
�??Við flugum út til Seattle föstudaginn 9. janúar og mættum svo til vinnu í höfuðstöðvar Microsoft á mánudeginum. Fram að ferðinni vorum við búnir að vera undirbúa ferðina fyrir jól og áramót og svo unnum við heila 5 vinnudaga, mánudag til föstudags hjá Microsoft með sérfræðingum þeirra. Sú vinna heldur svo áfram þegar heim er komið í samstarfi við sama hóp hjá Microsoft.�?? sagði Sigurjón sem var í skýjunum með ferðina. �??Aðkoma Microsoft felst fyrst og fremst í ráðgjöf, þ.e. að aðstoða okkur við arkitektúr skýjahluta verkefnisins sem er gríðarlega mikilvægur.�?? Tækið, sem unnið er að gengur undir nafninu Insulync, er í raun ný tegund af innsúlínsprautu og kemur til með að mæla blóðsykur og gefa insúlín. Tækið geymir þá upplýsingar um insúlíngjafir og blóðsykursmælingar og sendir þær síðan í miðlæga gagnageymslu í skýinu Cloudlync. Notandinn getur svo nálgast sín gögn í gegnum vafra eða þar til gert app. Eins getur notandinn veitt öðrum aðgang að sínum gögnum, svo sem aðstandanda eða lækni. �?annig geta til dæmis foreldrar fylgst með insúlíninntöku barna sinna eða afkomendur hjá öldruðum foreldrum sínum.
�??�?á voru þeir einnig að forrita stóran hluta að �??frameworki�?? sem við notum en þeir eiga. Annað sem er mikilvægt er að þeir nýttu sitt tenginet vel fyrir okkur og fengu sérfræðinga úr öðrum teymum Microsoft til að koma að hitta okkur og þeim var bara flogið inn. Eins fengum við að hitta sérfræðinga frá öðrum fyrirtækjum sem vinna náið með Microsoft að �??Big data�?? tækni sem er mjög vinsæl í dag.�?? Með �??Big data�?? er í stuttu máli átt við þegar unnið er með slíkt gagnamagn að hefðbundnar lausnir og hugbúnaður ræður ekki við það.
�??�?að sem kom okkur mest á óvart var kannski hversu góð viðbrögð við fengum við verkefninu. Mönnum fannst nálgunin á lausninni okkar virkilega áhugaverð. �?annig vorum við alltaf kynntir allstaðar sem fyrirtæki á Íslandi sem væri að vinna að áhugaverðri lausn fyrir sykursjúka. Meira að segja Scott Guthrie [ aðstoðarforstjóri skýja- og fyrirtækjahluta Microsoft ] var mjög hrifinn af þessu verkefni og hann er þegar farinn að tengja okkur við aðila sem geta hjálpað.” sagði Sigurjón.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.