24.september 2021 var stofnað félag áhugasamra eyjamanna um fegurri miðbæ. Heimabær er nafn hins nýja félags og verður það rekið af stjórn sem eiga þá ósk heitasta að búa okkur öllum fegurri miðbæ, þeim sem hér búa, þeim sem brottfluttir eru og þeim sem okkur heimsækja.
Öll vinna stjórnar verður unnin í sjálfboðastarfi. Áhugasamir geta gengið í félagið og mun allur ágóði árgjalda og frjálsra framlaga renna beint til uppbyggingar miðbæjarins. Bæði í að gera hann meira aðlaðandi, afmarkaðri, áhugaverðari og síðast en ekki síst fegurri. Í boði er að styðja við félagið með frjálsum framlögum og/eða að gerast félagi með greiðslu 5000, 10.000 eða 15.000 kr. árgjalds.
Tilgangur félagsins er að vinna að og hvetja á jákvæðan hátt að uppbyggingu miðbæjarins enn frekar. Öll vinna félagsmanna er unnin í sjálfboðavinnu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst