Miðbæjarfélagið Heimabær hefur verið stofnað

24.september 2021 var stofnað félag áhugasamra eyjamanna um fegurri miðbæ.  Heimabær er nafn hins nýja félags og verður það rekið af stjórn sem eiga þá ósk heitasta að búa okkur öllum fegurri miðbæ, þeim sem hér búa, þeim sem brottfluttir eru og þeim sem okkur heimsækja. 

Öll vinna stjórnar verður unnin í sjálfboðastarfi. Áhugasamir geta gengið í félagið og mun allur ágóði árgjalda  og frjálsra framlaga renna beint til uppbyggingar miðbæjarins. Bæði í að gera hann meira aðlaðandi, afmarkaðri, áhugaverðari og síðast en ekki síst fegurri.  Í boði er að styðja við félagið með frjálsum framlögum og/eða að gerast félagi með greiðslu 5000, 10.000 eða 15.000 kr. árgjalds.

Tilgangur félagsins er að vinna að og hvetja á jákvæðan hátt að uppbyggingu miðbæjarins enn frekar. Öll vinna félagsmanna er unnin í sjálfboðavinnu.

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.