Miðflokkurinn með 30,8% í Suðurkjördæmi
Oddvitar flokkanna (sem sæti eiga á þingi) í Suðurkjördæmi. Mynd/samsett

Ný könnun Þjóðarpúls Gallup sýnir að fylgi Miðflokksins eykst verulega í Suðurkjördæmi og er hann nú orðinn stærsti flokkur kjördæmisins með 30,8% fylgi. Samfylkingin mælist nú með 25,5% fylgi, og er þar með næststærsti flokkur kjördæmisins, á meðan Sjálfstæðisflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn með 20,9%.

Flokkur fólksins tapar áfram fylgi í Suðurkjördæmi

Samkvæmt nýjustu könnuninni, sem Gallup framkvæmdi dagana 3. til 30. nóvember 2025, mælist Miðflokkurinn með 30,8% fylgi í Suðurkjördæmi og er þar með stærsti flokkur kjördæmisins, en Samfylkingin er í öðru sæti með 25,5% fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn heldur áfram að tapa fylgi og fer úr 23,5% í 20,9%, á meðan Framsóknarflokkurinn hækkar úr 5,8% í 6,6%.

Flokkur fólksins missir jafnframt fylgi, úr 9,9% niður í 5,9%, og Viðreisn lækkar úr 8,8% í 6,2%. Sósíalistaflokkur Íslands fer úr 1,7% í 0,6%, Píratar mælast nú með 1,8% í stað 2,1%, Vinstri græn halda sig í 1,2%, og aðrir flokkar mælast óbreyttir með 0,4%.

Samfylkingin áfram stærst á landsvísu

Á landsvísu heldur Samfylkingin forystu með 31,1% fylgi, samkvæmt nýjustu Þjóðarpúls-könnun Gallup. Miðflokkurinn heldur þó áfram að sækja í sig veðrið og mælist nú með 19,5%, hækkun um rúm þrjú prósentustig frá fyrri mælingu.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 16,5%, Viðreisn 12,8%, Framsókn 5,6%, Flokkur fólksins 5,2%, Píratar 3,3% og Vinstri græn 3,2%.

Stuðningur við ríkisstjórnina er 59%, sem er tveimur prósentustigum minna en í síðustu könnun. Slétt 6% myndu skila auðu eða ekki kjósa, og 13% taka ekki afstöðu.

Um könnunina

Könnunin var framkvæmd dagana 3.–30. nóvember 2025, heildarúrtak 10.332 manns og þátttökuhlutfall 41,8%. Vikmörk eru 0,5–1,5 prósentustig eftir stærð flokka. Það er RÚV sem deilir niðurstöðum þjóðarpúlsins með Eyjafréttum.

Fylgi flokka í Suðurkjördæmi samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup í október og nóvember 2025.

Nýjustu fréttir

Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.