Miðflokkurinn heldur opinn fund í Vestmannaeyjum í dag, fimmtudag. Eyjafréttir greindu frá því í síðasta mánuði að flokkurinn íhugi framboð í Vestmannaeyjum í komandi sveitarstjórnarkosningum.
Fundurinn hefst kl. 17:30 á Háaloftinu í Höllinni og er öllum opinn. Á fundinum verða m.a. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins auk Snorra Mássonar, varaformanns. Þá verður Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðurkjördæmi til staðar til að svara spurningum og ræða við gesti.
Karl Gauti hefur áður sagt að mikil viðbrögð og áhugi hafi verið meðal Eyjamanna varðandi mögulegt framboð flokksins í bænum, og að fundurinn í dag verði liður í því að kanna hvort nægur stuðningur og mannafli sé til staðar fyrir slíku framboði.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst