Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið og einna mest í lok vikunnar í tengslum við það norðanóveður sem gekk yfir Eyjarnar, en lögreglan fékk um 20 útköll sem rekja má til veðurhamsins. Skemmtanahald helgarinnar var með ágætasta móti og flestir gestir skemmtistaðanna sem höguðu sér innan þeirra marka sem ætlast er til af þeim.