Landsnet stefnir að því að hætta að bjóða upp á skerðanlegan flutning rafmagns til Vestmannaeyja um næstu áramót, samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum.
Bæjarstjóri Vestmannaeyja, Íris Róbertsdóttir, hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá HS Veitum um áhrif breytingarinnar á sveitarfélagið. Í svörum fyrirtækisins kemur fram að niðurfelling skerðanlegs flutnings muni hafa veruleg áhrif á rekstur Herjólfs og auka húshitunarkostnað í Eyjum. HS Veitur kaupa rafmagn á skerðanlegum flutningi og myndi hækkun því skila sér beint inn í verðskrá fyrirtækisins, nema Landsnet setji nýja hagstæðari taxta í stað þeirra sem falla niður.
Í bókun bæjarráðs segir að ráðið leggi þunga áherslu á að í boði verði hagstæðari taxtar fyrir fjarvarmaveitu og hleðslustöðvar Herjólfs þegar skerðanlegir flutningstaxtar falla úr gildi um áramótin.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst