Vestmannaeyjabær auglýsti nýverið eftir umsóknum í styrktarsjóð menningar, lista, íþrótta og tómstunda undir heitinu Viltu hafa áhrif 2026. Um er að ræða fyrri úthlutun ársins 2026, en auglýst verður aftur í mars vegna seinni hluta ársins.
Markmið sjóðsins er að efla og styðja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarf í Vestmannaeyjum með því að hvetja einstaklinga, félagasamtök og listahópa til að þróa ný verkefni og viðburði.
Alls bárust 21 umsókn að þessu sinni, þar af 11 tengdar menningu og listum sem bæjarráð mun fjalla um og 10 tengdar íþrótta- og tómstundastarfi sem fjölskyldu- og tómstundaráð mun fjalla um. Fram kemur í fundargerð að bæjarráð þakki fyrir fjölbreyttar og áhugaverðar umsóknir. Úthlutun styrkja vegna fyrri hluta ársins 2026 verður kynnt formlega við athöfn í desember.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst