Mikkel rær á önnur mið
Mikkel Ibvsport
Mikkel Hasling. Ljósmynd/ibvsporr.is

Markmannsþjálfarinn Mikkel Hasling hefur ákveðið að kveðja ÍBV og róa á önnur mið eftir þrjú ár innan félagsins. Á þeim tíma hefur Mikkel verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna og markmannsþjálfari meistaraflokks karla og kvenna, auk þess að hafa komið að þjálfun yngri markvarða félagsins. Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV.

Mikkel kom til ÍBV fyrir leiktímabilið 2022 en hann var í teymi meistaraflokks karla í Bestu deildinni tvö leiktímabil og eitt tímabil í Lengjudeildinni, þá var hann einnig í teymi meistaraflokks kvenna í tvö tímabil í Bestu deildinni og eitt tímabil í Lengjudeildinni.

Mikkel var frábær samstarfsmaður og mjög vel liðinn af þeim sem hann þjálfaði, gaf mikið af sér utan æfinga og leikja og hjálpaði til við að gera starf ÍBV enn betra. Ljóst er að það félag sem Mikkel tekur til starfa hjá næst dettur í lukkupotinn að fá frábæran félagsmann og þjálfara til sín.  Knattspyrnuráð vill þakka Mikkel fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem taka við hjá honum, segir í tilkynningu félagsins.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.