Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Mílan Jezdimirovic. Mynd/ÍBV

Serbneski leikmaðurinn Milan Jezdimirovic hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV. 

Milan er 29 ára og í tilkynningu á samfélagsmiðlum ÍBV segir hann sé þekktur fyrir líkamlegan styrk og taktíska getu. Hann hefur reynslu úr efstu deild Serbíu auk þess sem hann hefur spilað í Möltu og Litháen. Hann getur leyst nokkrar stöður á vellinum.

Milan segist sjálfur spenntur fyrir því að koma til Vestmannaeyja og það sé ný áskorun fyrir honum. ,, Nýtt land, ný menning og nýtt fólk og ég hef bara heyrt jákvæða hluti. Ég á nú þegar fullt af vinum á Íslandi, sem er jákvætt. Eftir að hafa spilað í Serbíu, Möltu og Litháen, þá verður þetta fjórða landið sem ég mun spila í á hæsta stigi, sem ég er mjög stoltur af. Vestmannaeyjar er fallegur staður, næstum ævintýri líkast og fjölskyldan mín er einnig spennt. Ég hlakka mjög mikið til að koma til liðs við ÍBV og leggja mitt af mörkum sem vonandi skilar góðri frammistöðu og árangri fyrir félagið.”

Nýjustu fréttir

Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Dýptarmæling í Landeyjahöfn í dag – uppfært
Rakel Rut Rúnarsdóttir fimleikakona ársins hjá Rán
Grjótharðir Glacier Guys í Eyjafréttum í dag
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.