Mínar dásamlegu milljón mínútur á Hressó
2. september, 2025
Kristjana á æfingu í Prentsmiðjunni Gym.

Eru flutt í Prentsmiðjuna við Hlíðarveg, Prentsmiðjuna Gym og bjóða í vetur upp á fjölbreytta stundatöflu – Opin vika í gangi

Það voru gæfuspor þegar ég í fyrsta skipti steig inn fyrir dyr á Hressó um miðjan apríl 1995. Þá varð til taug sem ekki slitnaði í rúma 30 ár fyrr en stöðinni var lokað þann fyrsta júní í sumar.  Fjórum sinnum í viku mætti maður á Hressó til að streða og teygja stirðan kroppinn. Hélt sama takti í fríum og hafði fyrir reglu að mæta í fyrsta tíma sem í boði var þegar komið var heim.

Það er margt sem kemur upp í hugann á þessum tímamótum en allt er breytingum háð, Slippurinn að skella í lás og Guðmunda og Viðar hætt að selja besta frysta fisk í heimi. Voru bestu matarkaupin í Vestmannaeyjum en áfram verður hægt að borða frábæran mat í Vestmannaeyjum og ljósið er að Gísli Foster, og eiginkonan Jóhanna, ætla að halda áfram í Prent Gym þar sem boðið er upp á fjölbreytta og áhuga verða tíma. Þangað er ég mættur, sakna félaganna á Hressó en er að kynnast nýju fólki og er bara nokkuð sáttur.

Ég og Hressó í tölum

Ef litið til áranna 30 á Hressó gera þau samtals 330 mánuði sem eru 1320 vikur ef reiknað er með fríum. Ekki svo lítill tími í æfi eins manns og ef dýpra er farið þá hef ég mætt á Hressó í 5280 daga á þessum 30 árum og eru tímarnir í leikfiminni jafn margir. Með streði og spjalli og tilheyrandi má bæta hálftíma við þannig að allt með öllu hef ég verið í 7920 klukkutíma á Hressó. Mínútur í leikfiminni eru 712.800 og mínútur á Hressó 1.069.200. Samtals hafa rúm 14 ár af þessum 30 tengst Hressó með einum eða öðrum hætti.

Á Hressó réðu systurnar Anna Dóra og Jóhanna Jóhannsdætur ríkjum og stýrðu af miklum myndarskap. „Upphafið að stofnun Hressó er að við systur bjuggum á höfuðborgarsvæðinu og vorum mjög duglegar að æfa  í nýrri líkamsræktarstöð, Stúdíói Jónínu og Ágústu sem seinna varð Stúdíó Ágústu og Hrafns og nú Hreyfing. Við æfðum á hverjum degi og fannst þetta hrikalega skemmtilegt,“ segir Jóhanna í viðtali við Eyjafréttir. Líkamsræktarstöðin Hressó opnaði þann sjötta janúar 1995. Varð Hressó fljótt ein af stoðum samfélagsins í Vestmannaeyjum.

Var líka félagsmiðstöð

Á Hressó voru hópar sem héldu saman. Þar var morgunhópurinn hennar Önnu Lilju einna sterkastur undir stjórn Drífu Kristjánsdóttur. Sá hópur byrjaði snemma með sína eigin árshátíð og hafa þau farið í ferðir upp á land og til útlanda. „Forest hópurinn hennar Önnu Dóru var líka einstaklega uppátækjasamur. Farið í siglingar, búin til bíómynd, svo fátt eitt sé nefnd. Crossfiteyjar er sérhópur sem hefur farið saman í útivistarferðir. Nýjasti hópurinn voru Freyjurnar, lyftingar klúbbur fyrir konur. Þær halda lyftingardag til að hámarka þyngdir og fara út að borða saman. Svo má ekki gleyma árshátíðunum sem alltaf voru mjög vel heppnaðar og vel sóttar. Framan af ein stærsta skemmtun vetrarins í Vestmannaeyjum og þó víðar væri leitað,“ segir Jóhanna og sjálfur segi ég: Takk fyrir mig.

 

 

Fjölmenni á æfingu.

Nú er það Prentsmiðja Gym

Gísli og Jóhanna hafa síður en svo lagt árar í bát. Eru flutt í Prentsmiðjuna við Hlíðarveg, hafa opnað Prentsmiðjan Gym og bjóða í vetur upp á fjölbreytta stundatöflu og hefst haustið með opinni viku sem hefst í dag, fyrsta september stendur til laugardags sjötta september.

Dagurinn er tekinn snemma, kl. sex þar sem Gísli og Anna Lilja fá fólk til að taka á því. Sæbjörg Loga er morgunlöt og mætir kl. fimm mínútur yfir átta og þá líka heldur betur tilbúin í slaginn. Hún og Gísli skipta hádeginu á sig og þar munu svitadropar falla.

Upp úr fjögur þriðjudaga og fimmtudaga mæta Freyjurnar í tíma sem Kristín Laufey stýrir og rúmlega fimm eru tímar af ýmsu tagi stýrt af Gísla, Kristínu Laufeyju og Elínu Söndru. Loks má nefna tvo yoga tíma klukkan hálf sjö þriðjudaga og fimmtudaga og á sunnudagsmorgnum kl. 11. Á laugardögum eru svo paravinnutímar þar sem 2 og 2 eru hafðir saman í að glíma við verkefni, gríðarlega  skemmtilegir og vinsælir tímar.

Svo er nú kannski það sem kemur mest á óvart, það er hægt að æfa allan sólarhringinn í Prentsmiðjan Gym, Þú bara ræðir við Gísla þegar þú ert kominn með smá traust og færð aðgang til að æfa þegar þér hentar. Hafa margir verið duglegir að nota þetta þann stutta tíma sem að þetta hefur verið við lýði.

Kaffihornið er á sínum stað þegar tími gefst í spjall og örsögur. Opna vikan getur verið upphafið að einhverju svo miklu betra.

Með þökk – Ómar Garðarsson. 

 

Kunnugleg andlit á Hressó. Dagmar, Anna Dóra, Jóhanna og Kolla. Látum fylgja með nokkrar myndir á Hressó.

7

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
8. tbl. 2025
8. tbl. 2025

Nýjar fréttir

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.