Minning: Arnar Sighvatsson
21. október, 2024
Arnar Sighvatsson

Arnar Sighvatsson fæddist 6. ágúst 1934 í Ási í Vestmannaeyjum. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 20. september 2024.

Foreldrar Arnars voru Guðmunda Torfadóttir húsmóðir, f. 22. apríl 1905 í Hnífsdal, d. 27. september 1983, og Sighvatur Bjarnason skipstjóri og forstjóri, f. 27. október 1903 á Stokkseyri, d. 15. nóvember 1975.

Arnar var einn af ellefu systkinum. Alsystkini hans sem eru látin eru Margrét, f. 1931, d. 2009, Bjarni, f. 1932, d. 2018, Sighvatur, f. 1942, d. 1955, og Magnús Torfi, f. 1944, d. 2002. Á lífi eru Guðbjartur Richard, f. 1937, Hrefna, f. 1939, og Jón, f. 1946. Sammæðra systkini Arnars voru Kristjana Valgerður Jónsdóttir, f. 1926, d. 2011, Guðríður Kinloch, f. 1927, d. 2011, og Haukur Guðmundsson, f. 1929, d. 1991.

Arnar kvæntist hinn 3. júní 1956 Soffíu Björnsdóttur frá Bólstaðarhlíð, f. 13. ágúst 1933. Soffía er dóttir hjónanna Björns Bjarnasonar útvegsbónda, f. í Ysta-Skála undir Eyjafjöllum 3.3. 1893, d. 25.9. 1947, og Ingibjargar Ólafsdóttur, f. 12.4. 1895 í Dalsseli, d. 22.6. 1976.

Arnar og Soffía eiga tvö börn, þau eru: 1) Sighvatur, f. 10.10. 1954, kvæntur Ingunni Árnadóttur, f. 11.9. 1955. Fyrir á Sighvatur tvo syni: a) Jón, f. 31.3. 1984, sambýliskona er Auður Óskarsdóttir, börn þeirra eru tvö, María Ósk, f. 5.6. 2019, og Valur Þór, f. 18.02.2022. b) Einar Björgvin, f. 26.5. 1997. 2) Ingibjörg, f. 13.2. 1971, gift Ólafi Þór Gylfasyni, f. 16.8. 1970. Börn þeirra eru tvö, Agnes Birna, f. 11.11. 2003, og Arnar Þór, f. 27.3. 2006.

Arnar ólst upp í Ási í Vestmannaeyjum í stórum systkinahópi. Hann lauk vélstjóraprófi 1954, iðnskóla- og sveinsprófi í vélvirkjun 1955, fékk meistararéttindi 1958.

Fjórtán ára gamall fór hann á síldveiðar fyrir Norðurlandi hjá föður sínum. Hann vann í Vélsmiðjunni Magna í fjögur ár, síðan í Áhaldahúsi Vestmannaeyja í rúmt ár. Arnar hóf vörubílaakstur á eigin bíl 1965. Í Vestmannaeyjagosinu 1973 stofnaði hann verktakafyrirtæki ásamt Þórði á Skansinum og ráku þeir það saman til ársins 1980. Síðast var hann vélstjóri í Eyjaberginu, sem er í eigu Vinnslustöðvar Vestmannaeyja.

Arnar og Soffía hófu búskap í Bólstaðarhlíð árið 1954. Þau byggðu sér hús í Grænuhlíð 4 og bjuggu þar uns húsið fór undir hraun í Vestmannaeyjagosinu 1973. Eftir gosið festu þau kaup á Höfðavegi 6 og bjuggu þar í tæp 50 ár. Þau hjónin fluttust í þjónustuíbúð á vegum Vestmannaeyjabæjar í lok árs 2023 og undu þar hag sínum hið besta.

Arnar var jarðsettur 30. september 2024 í kyrrþey frá Landakirkju að viðstöddum ættingjum og vinum þeirra hjóna.

 

Ég er ekki enn far­inn að átta mig á því að faðir minn er far­inn og hef­ur yf­ir­gefið þetta jarðneska líf. Síðastliðin 30 ár höf­um við feðgarn­ir tal­ast við á nán­ast hverj­um degi. Umræðumál­in hafa verið marg­vís­leg, Land­eyja­höfn var í miklu upp­á­haldi, enda hafði hann vissu fyr­ir því hvað gera þyrfti svo hún gagnaðist enn bet­ur. Hann var í raun ekk­ert sér­stak­lega ánægður með þá fram­kvæmd, því hans staðfasta trú var að bráðum kæmu jarðgöng­in milli lands og Eyja. Svo var veðrið í Eyj­um gott umræðuefni.

Þegar ég hugsa til baka þá er mér of­ar­lega í minni hversu um­hyggju­sam­ur og góður faðir hann var. Alltaf til­bú­inn að hjálpa ef þurfa þótti, var alltaf bak­hjarl­inn sem aldrei brást. Hann lagði hart að okk­ur systkin­un­um að mennta okk­ur, því hann sá í kring­um sig hversu mik­il­vægt væri að öðlast mennt­un, þar hafði hann lög að mæla.

Pabbi var ljúf­ur og skipti mjög sjald­an skapi, þó man ég eft­ir einu at­viki, það var í há­deg­inu, mat­ar­tími, mamma að sjóða fisk og kart­öfl­ur eins og þá var al­gengt, en þegar hún ætlaði að reiða fram soðna ýs­una, þá hafði hún gleymt að setja hana í pott­inn. Þá snög­greidd­ist pabbi enda sár­svang­ur, mamma fór að skelli­hlæja að því hvernig hann brást við, þá náði hann strax átt­um og fór einnig að hlæja. Þannig leystu þau marga hluti.

Hann var alla tíð forkur til vinnu, vann lang­an vinnu­dag, ósér­hlíf­inn, út­sjón­ar­sam­ur og skipu­lagður, einnig traust­ur og heiðarleg­ur í öll­um viðskipt­um. Pabbi hafði litla þörf fyr­ir að láta bera á sér, en lét verk­in tala.

Þegar mamma og pabbi byrjuðu að búa, þá byggðu þau sér nokkuð stórt ein­býl­is­hús, eins og al­gengt var í Eyj­um á þess­um tíma, mik­ill upp­gang­ur og næg vinna fyr­ir alla. Hann var mjög hreyk­inn af því að þau áttu fyr­ir hús­inu upp­steyptu. Þegar við feðgar vor­um að ræða um kostnaðinn við bygg­ing­una þá gat hann talið upp hvað allt kostaði og hversu lang­an tíma það tók, hvort sem það var upp­slátt­ur­inn, sementið, inn­rétt­ing­arn­ar, mál­un­in, glerið o.s.frv. enda var hann mjög minn­ug­ur, en þrætti samt alltaf fyr­ir það.

Þegar for­eldr­ar mín­ir byggðu sér sum­ar­bú­stað á Laug­ar­vatni 1970, þá fékk hann brenn­andi áhuga á trjá­rækt, einnig fékk hann út­rás fyr­ir fram­taks­semi sína með því að gera allt sjálf­ur; tré­smíði, raf­magn, pípu­lagn­ir, allt þetta lék í hönd­um hans.

Hann var í fót­bolt­an­um á yngri árum og að sjálf­sögðu í íþrótta­fé­lag­inu Þór, sem sagt Þór­ari. Síðar hóf hann að synda sér til heilsu­bót­ar og gerði það í yfir 50 ár.

Ekki er hægt sleppa að nefna hjóna­band for­eldra minna. Það var með ein­dæm­um far­sælt og gott alla tíð. Þau fundu það bæði um leið og þau kynnt­ust að þeim var hrein­lega ætlað að vera sam­an, enda leið þeim ákaf­lega vel sam­an, gátu talað um allt milli him­ins og jarðar, eða setið sam­an í þögn­inni. Vænt­umþykj­an, ást­in og traustið sem mamma og pabbi báru hvort til ann­ars var öll­um ljóst, al­veg frá fyrstu kynn­um og fram að þeim tíma að pabbi kvaddi þenn­an heim.

Það er mik­il lífs lukka að eiga föður sem var góð fyr­ir­mynd, það var mitt vega­nesti í lífið.

Hvíldu í friði kæri faðir minn.

Sig­hvat­ur.

 

Fall­inn er frá Arn­ar Sig­hvats­son, eft­ir nokkuð löng og ströng veik­indi, enda ald­ur­inn orðinn hár. Viðbrigðin vegna veik­inda voru mik­il, frá því að stunda sund og göng­ur á hverj­um degi fyr­ir ekki svo mörg­um árum, til þess að kom­ast rétt um heima fyr­ir.

Arn­ar var afar dags­far­sprúður maður og hæg­lát­ur, al­inn upp í stór­um systkina­hópi, þar sem ef­laust hef­ur reynt á sam­skipt­in, en alltaf talaði hann af vænt­umþykju um systkini sín.

Arn­ar fór ung­ur að vinna, eins og títt var í þá daga, fór til sjós með föður sín­um Sig­hvati Bjarna­syni, en hóf síðar nám í vél­virkj­un í Vélsmiðjunni Magna og vann þar um tíma að námi loknu. Seinna festi hann kaup á vöru­bíl, gerðist einn af eig­end­um Vöru­bíla­stöðvar Vest­manna­eyja og vann við akst­ur. Hann var einn þeirra sem unnu að hinu mikla hreins­un­ar­starfi bæj­ar­ins eft­ir Vest­manna­eyjagosið. En fjöl­skyld­an flutti aft­ur heim til Eyja haustið 1974.

Þau fluttu eins og aðrir upp á land þegar gosið hófst, hús þeirra í Grænu­hlíð 4 fór und­ir, þegar heim kom keyptu þau sér húsið Höfðaveg 6.

Segja má að þegar þar var komið hafi þau hjón Arn­ar og Soffa end­ur­nýjað kynni sín við sinn gamla skóla­bróður og jafn­aldra, Helga eig­in­mann minn. Helgi var feng­inn til að smíða, byggja og breyta fyr­ir þau í hús­eign­inni sem keypt var. Síðan þetta var eru liðin um 50 ár og góður vin­skap­ur og sam­gang­ur ætíð ríkt á milli okk­ar. En nú erum við að týna töl­unni, fyrst fór Helgi og nú hef­ur Arn­ar kvatt líka.

Ekki er hægt að minn­ast Arn­ars nema hafa Soffu í hinu orðinu, svo sam­rýnd voru þau hjón. Þeim varð tveggja barna auðið og var þeim það mikið kapps­mál að fram­ganga þeirra yrði sem best. Þau eru bæði gift með fjöl­skyld­ur sem voru þeim hjón­um mikl­ir gleðigjaf­ar. Oft var litið við á Höfðaveg­in­um til að fá sér hress­ingu, ekki stóð á Soffu að draga fram kaffi og meðlæti. Skemmti­leg­ast var þó af öllu að heim­sækja þau í sum­ar­bú­staðinn á Laug­ar­vatni, þar var þeirra sælureit­ur og hvergi undu þau sér bet­ur en þar. Þar höfðu þau komið upp mikl­um trjá­gróðri og jafn­vel fram­andi jurt­um, þau voru með á tæru vöxt og viðgang hverr­ar plöntu og við gest­ir þeirra urðum að fá að vita hve mik­il fram­för hafði orðið á til­tekn­um teg­und­um milli ára.

En nú er komið að leiðarlok­um og ekki verða sum­ar­bú­staðaferðirn­ar fleiri eða sam­veru­stund­irn­ar, en ég þakka af al­hug sam­ferðina sem við höf­um átt, hún er dýr­mæt. Arn­ar hafðu þökk fyr­ir allt. Ég sendi Soffu og börn­un­um Sig­hvati og Ingi­björgu og þeirra fjöl­skyld­um inni­leg­ar samúðarkveðjur. Guð blessi ykk­ur öll.

Unn­ur Tóm­as­dótt­ir.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Fors 10 Tbl 2025
10. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.