Mínúturnar skipta öllu máli
22. mars, 2022

Árið 2010 var Mýflugi falið að sjá um sjúkraflug við Vestmannaeyjar frá Akureyri sem er í 520 km fjarlægð en á þeim tíma var starfandi skurðstofa með svæfingarlækni og skurðlækni.

Þremur árum síðar var skurðstofu illu heilli lokað og bráðaviðbragð því skert verulega án þess að til kæmi efling sjúkraflutninga með bættum viðbragðstíma fyrir íbúa/gesti samfélagsins. Það ár kom út skýrsla ríkisendurskoðunar um viðbragðstíma sjúkraflugs og þróun þess. Þar kom skýrt fram að viðbragðstími vegna sjúkraflutninga til Vestmannaeyja hafði aukist í kjölfar þess að staðsetning miðstöðvar sjúkraflugs var flutt til Akureyrar. Samkvæmt skýrslunni jókst viðbragðstími að meðaltali um 24 mínútur fyrir Vestmannaeyjar og stendur þar svart á hvítu „að ljóst er að þessi munur getur í einhverjum tilvikum skipt sköpum.“

Vestmannaeyjar eru fjölmennasti þéttbýliskjarni landsins þar sem ekki er möguleiki á sérhæfðu bráðaviðbragði sérþjálfaðra lækna og bráðatækna innan 45-60 mínútna.

Sérfræðingar lýsa áhyggjum af stöðu sjúkraflutninga á landsbyggðinni
Í nýútkominni fræðigrein í Læknablaðinu er góð yfirferð á stöðu sjúkraflutninga á landinu. Ályktun höfunda áréttar að mínúturnar skipta öllu máli og verður að skoða alla anga til að stytta tíma frá upphafi veikinda á landsbyggðinni að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu á Landspítalanum.

Í ályktun fræðigreinarinnar kemur fram:

,,Heildarflutningstími í sjúkraflugi á Íslandi er oft langur og líklegt að það hafi áhrif á horfur sjúklinga með tímanæman heilsuvanda. Lokun Reykjavíkurflugvallar myndi leiða til enn lengri flutningstíma. Ljóst er að aðgengi að sérhæfðri heilbrigðisþjónustu er mjög misskipt eftir búsetu og mikilvægt að leita leiða til að jafna þann mun eins og hægt er. Brýnt er að stjórnvöld móti framtíðarstefnu í sjúkraflutningum og setji þar fram markmið um útkallstíma og heildarflutningstíma í sjúkraflugi. Betri yfirsýn og árangursmælingar geta leitt til úrbóta og aukið líkur á að allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem tök eru á að veita”.

Myndin hér að neðan sýnir kort af Íslandi þar sem hver hringur táknar flugvöll sem var brottfararstaður sjúklinga á tímabilinu og stærð hrings er í samræmi við fjölda.. Mestur fjöldi sjúklinga frá Akureyri (n=1418), Reykjavík (n=1328), Egilsstöðum (n=805) og Vestmannaeyjum (n=721).

(https://www.laeknabladid.is/tolublod/2022/03/nr/7974?fbclid=IwAR0N901JsXbR9meT_TsNOzc1wDG3ek1MQh7qx9OCgguDcD5-vkJCa1x3en0)

Sérhæfða sjúkraþyrlu þarf strax
   Skýrslur um sérhæfða sjúkraþyrlu, hagkvæmni og möguleika slíks verkefnis liggja fyrir, nauðsynlegt er að slík þyrla sé til staðar á Suðurlandi mönnuð staðarvakt sem væri amk.með vetursetu í Vestmannaeyjum en hugsanlega miðsvæðis á Suðurlandi yfir sumartímann.

Hægt er að bæta lífslíkur og langtímahorfur með því að veita bráðahjálp á innan við 30 til 60 mínútna frá því að alvarleg slys eða bráð veikindi eiga sér stað, auk þess sem það dregur úr kostnaði vegna langtímaörorku.

Alvarleg lífsógnandi veikindi á borð við kransæðastíflu og blóðtappa í heila, vandamál við fæðingar og lífshættuleg slys eru þess eðlis að stuttur viðbragðstími fyrir aðkomu sérhæfðrar bráðaþjónustu eru oftar en ekki forsenda lífsbjargandi meðferðar

Sérhæfð sjúkraþyrla með staðarvakt staðsett á Suðurlandi myndi létta álagi af sjúkraflugvél á Akureyri frá landshlutanum, bæta viðbragðstíma sjúkraflugs á landinu öllu og gefa möguleika á að ein af björgunarþyrlum Landhelgisgæslunnar yrði staðsett m.a. á Vestfjörðum til að auka öryggi íbúa og sjófarenda á svæðinu.

Ég vil halda áfram að berjast fyrir sérhæfðri sjúkraþyrlu – fyrir þig
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Frambjóðandi í 1. Sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst