Misstu aftur niður tveggja marka forskot gegn KR
Í annað sinn í sumar missti ÍBV niður tveggja marka forskot gegn KR. Fyrr í sumar, þegar liðin áttust við í Eyjum komst ÍBV í 2:0 en tapaði svo 2:3. Nú tókst þó betur til því Eyjamenn byrjuðu mjög vel í leiknum, komust í 0:1 en KR jafnaði undir lok fyrri hálfleiks. Jonathan Glenn skoraði annað mark sitt í leiknum þegar hann kom ÍBV aftur yfir en markið var eitt af glæsilegustu mörkum sumarsins, bakfallsspyrna sem þandi netmöskvana. Gunnar �?orsteinsson kom ÍBV svo í 1:3 en KR-ingar pressuðu Eyjamenn stíft síðasta stundarfjórðung leiksins. �?eir uppskáru laun erfiðisins með tveimur mörkum og lokatölur því 3:3.
�?etta þýðir að ÍBV er enn í fallhættu en liðið er fjórum stigum á undan Fram, sem er í fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir. Sigur í dag hefði svo gott sem tryggt sæti ÍBV. Staða neðstu liða er þannig að �?ór er í neðsta sæti og er fallið. �?ór er með 9 stig, Fram í næstneðsta sæti með 18, Keflavík og Fjölnir eru næst með 19 stig, ÍBV 22 stig og Breiðablik með 24. Blikar eru svo gott sem búnir að tryggja sæti sitt í deildinni en Fram getur aðeins jafnað þá að stigum. �?ess má geta að Fjölnir á leik inni gegn Stjörnunni en leik liðanna var frestað í dag.
Næsti leikur ÍBV er gegn Keflavík og ljóst að allt verður lagt í sölurnar til að ná í þrjú stig í þeim leik. Bæði lið þurfa á þeim að halda til að gulltryggja úrvalsdeildarsætið en leikurinn fer fram á Hásteinsvelli sunnudaginn 28. september og er það jafnframt síðasti heimaleikur ÍBV á þessu tímabili.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.