„Mjög fínum makríl“ landað úr Kap VE
Mynd/ Óskar Pétur Friðriksson

Í morgun var byrjað að landa um 250 tonnum af makríl úr Kap VE í Vestmannaeyjahöfn.

Þetta er fyrsti makríllinn sem Vinnslustöðin tekur á móti úr eigin skipi á vertíðinni. Fyrir helgi fékk VSV makríl til vinnslu úr Guðrúnu Þorkelsdóttur SU, skipi Eskju sem útgerðarfyrirtækið Huginn í Vestmannaeyjum hefur nú á leigu.

„Makríllinn er mjög fínn og fallegur fiskur með smávægilegri átu og veiðist suður af Vestmannaeyjum. Þetta lítur mjög vel út. Smávægilegir hnökrar voru í framleiðsluferlinu fyrstu klukkutímana á föstudaginn, sem eðlilegt er í upphafi. Nú gengur allt liðlega, eins og vera ber,“ segir Benoný Þórisson, framleiðslustjóri í Vinnslustöðinni.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.