Munaðarlausa stúlkan
Sunna, Sigurgeir, Saga, Lovísa og Birta

Munaðarlausa stúlkan er bók sem Sigurgeir Jónson er að gefa út um þessar mundir. Sagan er gömul þjóðsaga sem Sigurgeir heyrði í útvarpi fyrir mörgum árum. Söguna lagði hann á minnið og hefur svo sagt barnabörnunum við háttatíma. „Afadæturnar mínar taka þessa sögu fram yfir önnur þekktari ævintýri. Ég hef hvergi fundið þessa sögu á prenti og nefndi þetta við Guðjón Inga útgefanda hjá Hólum. Hann féll fyrir sögunni og vildi ólmur gefa hana út fyrir jólin,“ sagði Sigurgeir.

Sunna Einarsdóttir myndskreytti söguna en Sunna er ung listakona frá Vestmannaeyjum. Sunna er hæfileikaríkur listamaður og setur skemmtilegan svip á bókina. „Guðjón spurði mig hvort það væri einhver í Vestmannaeyjum sem gæti hugsanlega myndskreytt bókina, mér datt Sunna strax í hug hafði séð myndirnar hennar og þótti þær henta vel. Hún fékk alveg frjálsar hendur með efnistök ég benti henni á nokkra kafla í bókinni. Sunna valdi að færa myndirnar aðeins nær nútímanum úr þessum gamla torfbæjarstíl sem einkennt hefur íslenskar þjóðsögur. Ég er mjög ánægður með útkomuna“

Sigurgeir afhenti afadætrunum eintak af bókinni í lítilli athöfn að heimili sínu á laugardaginn. Bókin er komin í sölu í Eymundsson.

 

Nýjustu fréttir

Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.