Útflutningsverðmæti sjávarafurða nam 29,3 milljörðum króna í febrúar samkvæmt fyrstu bráðabirgðatölum Hagstofunnar sem birtar voru í síðustu viku. Það er tæplega 5% aukning í krónum talið miðað við febrúar í fyrra. Þar sem gengi krónunnar var um 3% sterkara í febrúar en í sama mánuði í fyrra er aukningin nokkuð meiri í erlendri mynt, eða rúm 8%.
Í umræddri hækkun munar mest um ferskar afurðir. Útflutningsverðmæti þeirra nam rúmlega 7,5 milljörðum króna í febrúar, sem er um þriðjungs aukning frá febrúar í fyrra á föstu gengi. Þá nam útflutningsverðmæti saltaðra og þurrkaðra afurða um 3,1 milljarði króna í mánuðinum, sem er hátt í helmings aukning á milli ára. Eins var um þriðjungs aukning í útflutningsverðmæti lýsis á milli ára, en verðmæti þess nam rúmlega 3,9 milljörðum króna nú í febrúar. Á móti vóg talsverður samdráttur í útflutningsverðmæti fiskimjöls, eða sem nemur 52% á milli ára. Útflutningsverðmæti þess nam um 2,2 milljörðum króna í febrúar, en því er slegið saman með útflutningsverðmæti lýsis á myndinni hér fyrir neðan.
Af öðrum afurðaflokkum má nefna að rúmlega 5% aukning var í útflutningsverðmæti frystra flaka og 41% aukning í útflutningsverðmæti „annarra sjávarafurða“, en þar undir teljast meðal annars loðnuhrogn. Á hinn bóginn var rúmlega 8% samdráttur í útflutningsverðmæti á heilfrystum fiski og tæplega 3% samdráttur í útflutningsverðmæti rækju.
Ferskar afurðir á siglingu
Þess má geta að útflutningsverðmæti sjávarafurða í janúar, sem fjallað var á Radarnum nýverið, reyndust aðeins minni en fyrstu bráðabirgðatölur Hagstofunnar bentu til, eða 29,3 milljarðar króna í stað 30,8 milljarðar. Engu að síður er um myndarlega aukningu að ræða á milli ára í janúar, eða sem nemur um 20% á föstu gengi. Útflutningsverðmæti sjávarafurða er þar með komið í 58,5 milljarða króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það er um 14% aukning í erlendri mynt frá sama tímabili í fyrra.
Af einstaka vinnsluflokkum munar mest um 22% aukningu í útflutningsverðmæti ferskra afurða. Útflutningsverðmæti þeirra er komið í 16,3 milljarða króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins og hefur aldrei verið meira á þessum tíma árs. Sömu sögu er að segja um útflutningsverðmæti lýsis, en verðmæti þess er komið í 5,6 milljarða króna, sem er 50% aukning frá sama tímabili í fyrra. Eins er dágóð aukning í frystum flökum (13%), heilfrystum fiski (10%), söltuðum og þurrkuðum afurðum (8%) og öðrum sjávarafurðum (17%). Samdráttur er í útflutningsverðmæti tveggja vinnsluflokka á tímabilinu, það er fiskimjöls (-18%) og svo rækju (-6%). Miðað við þessar tölur er óhætt að segja að gangurinn í sjávarútvegi hafi verið með ágætum nú í byrjun árs, segir í fréttabréfi SFS.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.