Myndir: Nýtt einingahús híft á grunn við Vesturveg
Frá framkvæmdunum í morgun. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Í morgun vakti athygli bæjarbúa í Vestmannaeyjum þegar stórir kranar hófu að hífa nýtt hús í einingum ofan á grunn við Vesturveg.

Fram kom í tillögu að breyttu skipulagi að gert sé ráð fyrir fyrir tveggja hæða húsi auk kjallara á lóð við Vesturveg 6 þar sem geti verið allt að 5 íbúðir. Grunnflötur byggingareits íbúðarhúsnæðisins verður 110 m2 en auk þess er gert ráð fyrir 27,8 m2 reits fyrir geymslur á baklóð við lóðamörk til norðurs. Hámarksvegghæð frá Vesturvegi verður 7,75 m en lóðin hallar til norðurs og verður gólfkóti á norðurhlið um 1,51 m lægri en á suðurhlið. Þannig verður inngangur að kjallaraíbúð í gólfkóta við norðurhluta lóðarinnar.

Óskar Pétur Friðriksson fylgdist með undirbúningnum í gærkvöld og flutningnum í morgun. Myndasyrpu hans má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.