N1 Friðarhöfn - Ennþá gamla góða Skýlið í hugum Eyjamanna
12. júlí, 2025
Öflugt teymi: Kristján Georgsson, Embla Sverrisdóttir, Ásta Jóhannsdóttir sem nú er hætt en hefur staðið í stafni hjá N1 og forverum í áratugi, Styrmir Gíslason og Ágúst Halldórsson. Mynd Óskar Pétur.

Skýlið, Friðarhafnarskýlið og nú N1 við Friðarhöfn á sér áratuga langa sögu sem griðastaður sjómanna, starfsfólks fyrirtækja í grenndinni, bæjarbúa sem finnst gaman að virða fyrir sér lífið við höfnina og ferðamenn sem finnst gott að kíkja við og slaka á. Nú ráða þar ríkjum, Kristján Georgsson og Ágúst Halldórsson sem sjá um allt sé í lagi. Í mörg horn er að líta því umfangið er meira en flesta grunar. Kristján stýrir verslun og starfsmannahaldi en Ágúst er viðskiptastjóri og sér um þjónustu við skipaflotann og fyrirtækin. Ágúst byrjaði 1. febrúar 1990 á Básaskersbryggju og þá hét þetta Olíufélagið hf. Essomerkið var á Tankanum, merki sem lengi var framan á ÍBV-búningunum. „Þegar karlarnir urðu Íslandsmeistarar 1997 og 1998 og einnig bikarmeistarar 1998. N1 hefur haldið þessu áfram og styrkt íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum mjög myndarlega. Fyrr í sumar var skrifað undir veglegan samning við ÍBV knattsyrnu karla til næstu þriggja ára. Já, við höfum stutt íþróttahreyfinguna í Vestmannaeyjum mjög myndarlega. Í dag er N1 merki framaná búningum ÍBV í knattspyrnu,“ segir Ágúst.

Fjölbreytt þjónusta

„Við erum með viðskipti t.d. við Vinnslustöðina, Ísfélagið, Laxey og mörg önnur fyrirtæki hér í bæ sem kalla á mjög fjölbreytta þjónustu. Við erum með olíuvörur, bensínusölu. Með stóra birgðatanka og dælur fyrir smábátana. Mörg fyrirtæki eru með olíutanka frá N1 sem fyllt er á eftir þörfum þeirra. Við erum með lager inni á Eiði þar sem við höfum smurolíur og aðrar vörur. „Stöðin mín er ný þjónusta í N1 appinu sem gerir þér kleift að velja þína eigin N1 stöð og fá þar lægsta eldsneytisverð okkar. Þú setur appið inn í símann þinn, velur stöð og þar færðu bensín á lægsta verði sem N1 býður upp á hverju sinni. Getur munað yfir 20 krónum á líter. Færð afsláttinn um leið og þú borgar með appinu. Þetta er nýtt og hefur mælst mjög vel fyrir. Valið er frjálst og gildir um allt land. Þú þarft ekki lengur að eltast við verðið eða keyra framhjá stöðinni sem hentar þér best. Nú færð þú að ráða hvort sem stöðin er nálægt heimili, vinnu, bústað eða bara þar sem kaffið er best. Ræsir dælu með símanum, greiðir og punktarnir safnast. Ef þú vilt skipta um stöð þá geturðu gert það á 30 daga fresti.“

Mikið vöruúrval

Ágúst segir vöruúrval mikið hjá N1, hvort sem er eldsneyti, fljótandi eldsneyti og smurolíur. „Við erum líka að selja í bíla, perur, þurrkur, rafgeyma og allt hvað þetta heitir. Líka vinnufatnað sem fyrirtækin geta fengið merktan. Þetta er helsta starfsemin og svo er Kiddi með veitingarnar og ekki má gleyma litlu ríkisstjórninni sem fer með ferðina milli ellefu og tólf á morgnana. Leggur línurnar, leysir heimsmálin og bara gaman af því. Það eru margir sem koma við á hverjum degi og í hugum Eyjamanna er þetta enn þá Skýlið en í kerfinu er þetta N1 Friðarhöfn,“ sagði Ágúst að endingu.

Hér er ekki töluð vitleysan, Svavar Steingríms, Friðrik Ragnarsson, Kristján Óskarsson, Viðar Óskarsson, Garðar Björgvins og Guðlaugur Jóhanns skipa Litlu ríkisstjórnina ásamt Rúnari Bogasyni sem var fjarverandi. Mynd Ómar.

Er ánægður á nýjum stað

„Ég er símsmiður, vann hjá Grétari Ómars hjá Símanum. Var á sjó en þegar peyinn minn, Georg greindist einhverfur fór ég í land. Sá eftir lífinu á sjónum en svona er þetta bara. Vann hjá ÍBV, uppi í Heildsölu hjá Ingólfi og Krissa, á Fiskmarkaðnum, í Geisla og svo hér,“ segir Kiddi og er ánægður á nýjum stað. Fetar í fótspor Kela og Svönu og Jóa í Skýlinu og f leiri sem komið hafa að rekstrinum. „Þetta er ennþá Skýlið í hugum Eyjamanna og stendur á traustum grunni og nóg að gera. Því miður er Ásta, sem hér stóð í stafni í mörg ár nýlega hætt. Hún var á margan hátt táknmynd Skýlisins. Reksturinn tengist því mikla lífi hér við höfnina, sjómönnunum, starfsfólki Vinnslustöðvarinnar og Ísfélags og nú Laxeyjar. Það eru svo fastakúnnarnir, m.a. litla ríkisstjórnin sem mætir á hverjum degi og lætur til sín taka í stóru málunum.“ N1 í Vestmannaeyjum er stór þjónustumiðstöð, með gott úrval veitinga, verkfæra, olíur og annað fyrir bílinn, vinnuföt og m.fl. „Þannig að þetta er heljar umsetning og nú hefur Droppið bæst við. Hingað koma pakkar sem fólk nær í til okkar og mikið að gera. Því fylgir nýr kúnnahópur og hefur margfaldast undanfarið ár,“ segir Kiddi.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.