Rétt fyrir klukkan 14:00 í dag var kallað eftir hjálp frá Björgunarfélagi Vestmannaeyja. En þar var smábáturinn Lubba VE 27 í vanda við innsiglingu við höfnina með fjóra skipverja um borð. Í ljós kom leki á bátnum og var báturinn orðinn vel fullur af sjó. Var báturinn þá keyrður upp í fjöru til þess að hindra að hann sykki.
Á endanum náði Lóðsinn að draga Lubbu í land og hún hífð upp á bryggju. Ljóst er að báturinn er töluvert skemmdur.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst