Nær þrefaldað styrki til almennra tannréttinga

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur með breytingu á reglugerð um þátttöku Sjúkratrygginga í kostnaði við tannlækningar nær þrefaldað styrki til almennra tannréttinga, að því er fram kemur í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu.

Hækkunin tekur gildi í dag. Styrkir til tannréttinga eru tvískiptir. Styrkur til meðferðar í bæði efri og neðri góm hækkar úr 150.000 kr. í 430.000 kr. og styrkur vegna tannréttinga sem krefjast einungis meðferðar í efri eða neðri gómi hækka úr 100.000 kr. í 290.000 kr.

Samningurinn er til þriggja ára og tekur til tannréttingaþjónustu á stofum tannréttingasérfræðinga fyrir sjúkratryggða einstaklinga.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.