Á síðasta fundi framkvæmda- og hafnarráðs var tekin fyrir innviðauppbygging. Þar segir að mikilvægt sé að horfa til framtíðar og kortleggja tækifæri sem núverandi uppbygging öflugra fyrirtækja getur haft á samfélagið, m.a. gríðarleg fjárfesting í landeldi.
Halda þarf utan um öll þau tækifæri sem skapast á næstu árum, draga úr hættunni á að missa af mikilli verðmætasköpun og eiga samtal við þau fyrirtæki sem eru í uppbyggingu á hafnarsvæðinu um þeirra framtíðarsýn. Vinna þarf greiningu sem Vestmannaeyjabær getur nýtt sér til að taka ákvarðanir varðandi næstu skref í uppbyggingu innviða og sem getur nýst í samtali við ríkið um þjóðhagslega hagkvæmni innviðauppbyggingar.
Lagt var til að hafnarstjóra og framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs yrði falið að forma verkefnið betur og finna hentugan aðila til að fara í þessa greiningarvinnu með starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar. Ráðið samþykkti það og fól fyrrgreindum starfsmönnum að forma verkefnið og kanna kostnað við greiningarvinnuna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst