Náttúruspjöll ISAVIA á Heimakletti
Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær var mikil umræða um framgöngu ISAVIA vegna orkumála á Heimakletti en tryggja þarf flugljósi á toppi Heimakletts rafmagn fyrir öruggar flugsamgöngur þar sem upp hefur komið ólagfæranleg bilun í rafmagnskapli sem liggur að ljósinu.

Telja lagningu nýs rafmagnskapals of kostnaðarsama

Fulltrúar ISAVIA vilja reisa byggingu fyrir sólarorkustöð á toppi klettsins þar sem þeir telja lagningu nýs rafmagnskapals of kostnaðarsama. Til glöggvunar þá myndi slík framkvæmd líklega kosta á bilinu 12-20 milljónir en hugsanlega minna þar sem umhverfis- og skipulagsráð hefur gert ISAVIA að fjarlægja gamla rafmagnskapalinn sem er fyrir og því hefði verið upplagt að nýta tækifærið og leggja þá bara nýjan í sömu andrá. Í því samhengi má geta þess að á síðasta ári var hagnaður ISAVIA 4,2 milljarðar.

Vilja reisa byggingu á Heimakletti

ISAVIA vill því reisa sólarorkustöð á toppi Heimakletts og vill nýta til þess stöð sem þeir eiga fyrir og steypa þarf niður á Klettinn og að öllum líkindum bolta í bergið. Umhverfis- og skipulagsráð hafði samhljóða heimilað staðsetningu fyrir bygginguna í hvarfi með engum sjónrænum áhrifum frá bænum. Sú staðsetning hugnaðist ekki ISAVIA og nù hefur meirihluti bæjarstjórnar heimilað bygginguna á meira áberandi stað á toppi Heimakletts.

Mikið jarðrask á toppi Heimakletts í leyfisleysi í tvígang

Nú þegar hafa í tvígang verið grafnir upp stórir flekar á toppi Heimakletts í leyfisleysi og ISAVIA gert af hálfu umhverfis- og skipulagsráðs að fylla upp í þau svöðusár sem grafin hafa verið í þetta fallega kennileiti og náttúruperlu Vestmannaeyja. Slík framganga er til háborinnar skammar og lýsir fullkomnu virðingarleysi fyrir náttúru Vestmannaeyja og ekki til þess fallið að vekja traust a.m.k. undirritaðrar til þeirra framkvæmda sem eru fyrirliggjandi vegna verkefnisins.

Tillögu bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins hafnað

Á fundi bæjarstjórnar í gærkvöldi lögðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins það til við bæjarstjórn að ISAVIA yrði gert að leggja rafmagnskapal þar sem upprunalega samþykkt staðsetning hugnaðist þeim ekki lengur. Sú tillaga var felld af meirihluta bæjarstjórnar sem ætlar að beygja sig undir yfirgang ISAVIA.

Flugöryggi ekki ógnað

Því hefur verið haldið fram að töf á málinu sem er fyrst og fremst tilkomin af aðgerðarleysi af hálfu ISAVIA sé ógn við flugöryggi þar sem nauðsynlegt er að tryggja flugljósum á Heimakletti raforku. Reglulega er farið með útskiptanlegar rafhlöður sem tímabundna lausn og hefur verið gert frá því að bilunin í eldri rafmagnskapli kom fyrst upp. Slíkri ráðstöfun er hægt að halda áfram þar til varanleg lausn á málinu finnst.

Skora á ISAVIA að bregðast við sem fyrst með virðingu við náttúruna að leiðarljósi

Undirrituð vill skora á ISAVIA að aðhafast sem allra fyrst í þessu máli, sú framkvæmd verði með minnsta mögulega sjónræna inngripi, þ.e. lagningu rafmagnskapals og þá af fullri virðingu við náttúruna ólíkt þeim vinnubrögðum sem viðhöfð hafa verið hingað til og gæti þannig orðið félaginu til sóma.

Hildur Sólveig Sigurðardóttir

Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum

Myndir: Svavar Steingrímsson

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland

Foreldrar

Laura Vähätalo og Orri Arnórsson
76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn

Foreldrar

Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson
Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon
Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson
462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.
Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.

Foreldrar

Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.
Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir
Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson
F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.

Foreldrar

Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir
Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.
E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes

Foreldrar

Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson
Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Todor Hristov og Marta Möller
Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík

Foreldrar

Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson
Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani
IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi

Foreldrar

Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason
tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir
nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík

Foreldrar

María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson
jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir
Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík

Foreldrar

Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.