Náum að flytja hluta töfranna úr Herjólfsdal í Hörpu
17. janúar, 2020

Þann 25. janúar næstkomandi munu Eyjamenn nær og fjær sameinast í Hörpu og rifja upp Eyjalögin gömul sem ný. „Eyjalögin, bæði þau eldri og þau yngri, virðast ekki bara hljóma vel í eyrum Eyjamanna, því mörg af þeim eru orðin sígild dægurlög og mörg af nýju þjóðhátíðarlögunum hafa verið með vinsælustu lögum á hér á landi. Þar fyrir utan myndast mögnuð stemning á þessum kvöldum sem smitast út í söng og gleði og því má segja að þar ríki sannkölluð Þjóðhátíðarstemning. Já, við náum að flytja hluta töfranna úr Herjólfsdal í Hörpu. Fyrst og fremst er það gestum að þakka, sem koma í Hörpu, með sama hugarfar og í Herjólfsdal, að hitta ættingja og vini, hita upp með góðum sögum og flissi og hlátrasköllum, njóta svo tónlistar og enda svo kvöldið á að syngja saman og segja jafnvel enn fleiri sögur,“ sagði Bjarni Ólafur Guðmundsson, eða Daddi eins og flestir þekkja hann, sem staðið hefur fyrir tónleikunum frá upphafi.

Tónleikarnir eru ekki síður vettvangur til að rifja upp gömul kynni hvort sem er af Eyjamönnum eða Eyjalögunum.

„Allt hófst þetta með því að ákveðið var að minnast Oddgeirs Kristjánssonar þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu hans. En Oddgeir var einn af dáðustu sonum Eyjanna og var kosinn Eyjamaður tuttugustu aldarinnar. Síðan þá hafa verið flutt lög og ljóð eftir ótal höfunda og fjöldi þeirra sem komið hafa að þessum kvöldum talinn í hundruðum,“ sagði Daddi.

Stórsöngvarar á tónleikunum á síðasta ári.

Tónleikarnir hafa þótt vel heppnaðir og margir sem sækja þá árlega. Í ár virðist ekki ætla verða nein undantekning enda valinn maður í hverju rúmi. „Tónleikarnir í ár hafa hlotið vinnuheitið „Í brekkunni.“ Fyrir rétt rúmum 30 árum kom ungur maður til Eyja á Þjóðhátíð, þá hluti af hljómsveit sem átti eftir að verða langvinsælasta hljómsveit landsins allt fram á þennan dag, Sálinni hans Jóns míns. Hann og hans félagar slógu í gegn á þessari hátíð og á henni var frumflutt Þjóðhátíðarlag eins og alltaf. Textann við þetta Þjóðhátíðarlag árið 1989 gerði Bjartmar Guðlaugsson, en lagið samdi þessi ungi maður, Jón Ólafsson, sem stuttu seinna sagði skilið við Sálina og gerði í kjölfarið allt vitlaust með Bítlavinafélaginu og þar á eftir með hljómsveitinni Ný dönsk. Lagið er að sjálfsögðu, Í brekkunni,“ sagði Daddi. En Jón og Stefán Hilmarsson, söngvari Sálarinnar, munu sameinast á ný í Brekkunni í Hörpu í janúar. „Jón Ólafsson er að koma að þessum tónleikum í fyrsta skipti, en eins og margir aðrir íslenskir tónlistarmenn þekkir hann Eyjalögin nokkuð vel. Hann stjórnaði fyrr í sumar stórtónleikum á vegum Vestmannaeyjabæjar, þar sem blandað var saman vinsælum Eyjalögum og þekktum íslenskum dægurlagaperlum. Jón var hinsvegar búinn að ganga frá samkomulagi við tónleikahaldara Eyjatónleikanna í Hörpu strax á vormánuðum og því má segja að það hafi komið sér nokkuð vel fyrir hann að fá smá smjörþef af Eyjalögunum í sumar.“ Auk hljómsveitarstjórnar leikur Jón að sjálfsögðu á píanó og hljómborð. „Ásamt forsprakka Sálarinnar sálugu, Stefáni Hilmarssyni, verða söngvarar kvöldsins þeir Pálmi Gunnarsson, Bergþór Pálsson, Stefanía Svavarsdóttir, Matti Matt, Agnes Björt Andradóttir, Jóna Alla, Kristján Gísla og Alma Rut.“

Kristján Gísla og Alma Rut láta sig ekki vanta á tónleikana í ár frekar en undanfarin ár.

Hljómsveitin er ekki af verri endanum en ásamt Jóni skipa hana Eyjamennirnir Eiður Arnarsson, sem hefur verið á bassa á öllum tónleikunum og Birgir Nielsen Þórsson á trommur. Kjartan Valdemarsson á hljómborð og harmonikku, Jón Elvar Hafsteinsson á gítar, Ari Bragi Kárason á trompet, Sigurður Flosason á Saxafón, flautu og slagverk og nýjasti liðsmaður sveitarinnar Matthías Stefánsson á gítar og fiðlu.

„Eyjatónleikarnir í Hörpu eru því svo miklu meira en bara tónleikar. Þetta er tindrandi töfrastund – allur pakkinn,“ sagði Daddi að lokum. Miðasala er í fullum gangi og geta áhugasamir nálgast miða á tix.is og harpa.is sem og í miðasölu Hörpu í síma 528 5050.

Hér að neðan má sjá myndir frá Óskari Pétri Friðrikssyni frá Eyjatónleikunum í Hörpu á síðasta ári.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 3 Tbl 25
3. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Vsv Logo Blue Vsv
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
29. apríl 2025
17:00
Aðalfundur ÍBV Íþróttafélags
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst