„Ég hef ákveðið að gefa ekki kost á mér á lista Framsóknar í komandi kosningum.” segir Njáll Ragnarsson, framsóknarmaður og oddviti Eyjalistans aðspurður um hvort hann hyggist gefa kost á sér á lista í komandi kosningum.
„Eins og alltaf eru þessar kosningar mikilvægar. Það sem öllu máli skiptir er að næsta ríkisstjórn geti tekist á við efnahagsmálin og fylgt eftir þeim árangri sem er byrjaður að nást með lækkun verðbólgu og vaxta. Í því felst að gæta aðhalds í rekstri ríkisins og hagræða þar sem hægt er og vona ég að næsta ríkisstjórn nái betri árangri í þeim efnum.” segir hann í samtali við Eyjafréttir.
Auk Njáls hafa þau Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Eyþór Harðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Eyjum gefið það út að þau gefi ekki kost á sér á lista í komandi þingkosningum. Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gaf hins vegar út í gær að hann sækist eftir fjórða sæti á lista flokksins í Suðurkjördæmi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst