Við óskuðum eftir viðbrögðum frá nokkrum kjörnum fulltrúum um aðsenda grein Þórdísar á Vísir.is undir yfirskriftinni „Kona sölsar undir sig land.“
„Þessi yfirlýsing ráðherra felur það í sér að hún ætlar ekki að grípa til ráðstafana þannig að málinu ljúki, hún er ekki að hætta málsmeðferðinni heldur einungis að bæta við einhverju viðbótarskrefið í ferlið. Markmið ráðuneytisins er óbreytt – það er að lýsa þjóðlendu í Vestmannaeyjum. Þannig að það er enginn sigur unninn í málinu,“ sagði Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs.
„Þetta breytir bara málsmeðferðinni. Það er ekki búið að draga kröfuna til baka,“ sagði Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri.
„Á eftir að átta mig á hvað þetta þýðir. Sýnist samt að grein ráðherra breyti litlu,“ sagði Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar.
„Ég skil grein hennar þannig að hún sjái gallana við þessa kröfulýsingu sem kemur frá ráðuneyti hennar varðandi Vestmannaeyjar,“ segir Eyþór Harðarson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn.
„Það gefur manni von um að hún hafi leiðir til að vinda ofan af vitleysunni sem komin er af stað, þegar ríkið gerir kröfu um að eignast landsvæði þar sem ríkið sjálft seldi Vestmannaeyjar til Vestmannaeyjakaupstaðar með lögum frá Alþingi. Auðvitað fer ég ekki frammá að hún brjóti lög – en krafan er að kippa þessari kröfulýsingu til baka með leiðum sem eru færar.“
Birtist í nýjasta blaði Eyjafrétta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst